Andvari - 01.01.1977, Page 118
116
PÁLL BJÖRNSSON
ANDVARI
14. Monotonia er kallaður sá löstur
eður þulbarði, þegar alltíð er jafnhár
rómurinn, hvörninn sem efnið er, eins
og hans hjarta, sem talar, eigi ekki skylt
við það hann talar. Ongvum verður yndi
að því hljóðfæri, sem ei lætur öðruvísi en
baula, en þegar Heilagur andi spilar á
sína strengi, verður prédikarinn listilegur:
svo er kveðið, að Davíð iþetta segir: listi-
lcgur í söngvísum ísraels. Orð hentug-
lega talað (segir Salómon) er sem gull-
epli með fígúrum. Postularnir töluðu
eftir því sem Pleilagur andi gaf þeim út
að tala. Bið þú Guð að gjöra þig hentug-
an þjenara þess Nýja testamentis, ei bók-
stafsins, heldur andans, og lát þér aldrei
þykja vænt um þína prédikun, heldur
gáðu að því þig vantar á hvörjum sunnu-
degi, og í hvörri prédikun, og bið Guð
bæta brestinn.
15. Tautologia heitir annar löstur, ei
það að tala oft hið sama, heldur þegar
það er úttalað og þú ert tekinn til annars
efnis að hlaupa þá aftur til hins og
ítreka það, sem þú þóttist þá eftirskilja,
og þér kom ei þá í hug, er þú varst unr
þann hlut að tala. Sú þess sama hlutar
of oftleg ítrekan gjörir að þvættingi
þína ræðu, hvörja battólógíam heiðnir
fordæmt hafa og heilagir vísindamenn.
Tvísoðinn krabbi smakkar ekki vel.
16. Hann hegðar sér skikkanlega í þeim
stað: Lætur ei sín augu horfa jafnan á
einn stað sem starandi, eins og þeir sem
segja æfintýr, að þeim skjátlar, ef ei
horfa jafnan rétt fram í loftið. Augun eigi
að víkjast með líkamanum hæversklega
á báðar síður, þó ei sem sumir, er þæfa
vaðmál í stólnum, svo allir utar og innar
í kirkjunni viti, að þú ávarpar þá með
þinni hneiging. Þar með er það náttúra
andans að hræra allan manninn í lifandi
ræðu, því hann er enginn saltsteinn.
17. HöfuÖið kreppist ei né keikist
aftur á bak að horfa jafnan uppí loftið,
heldur lítillátlega hneigja sig ofanað til-
heyrendunum; því niður sitt höfuð
hneigði Jesús, tók börnin í fang og bless-
aði þau. Nema stundum hlýðir augun til
himins hefja, nær undrun Guðs leyndar-
dóms er töluð, eður bæn eÖur þakkargjörð,
og snúa um leið málinu til Guðs og
segja: Ó, þú herra, etc. og koma svo aft-
ur strax í sömu ræðu við fólk.
18. Sízt hæfir að þegja lengi millum
hvörrar greinar. Það er eins og þú sért
að hoppa í þúfum heftur. Það bæði kæl-
ir og kemur i stöðu þeim sem heyra og
eykur þeim leiða og sýnir þig að vera
vanbúinn í þínu verki.
19. Ljótast er að heyra kjamt og snörl
í þeim stað. Haf klút í hendi þér og
hreinsa þín vit með hæversku, og haf ei
annmarkakjamtið til að fegra þína ræðu,
svo þú hugsar þig um það blasi ei við í
þeim stað. Sjáum til, segir Paulus, að ei
gefum hindran, svo embættið lastist eigi.
20. Höndin sú hægri mun hrærast
(aldrei sú vinstri), stundum að brjósti,
stundum frá líkamanum, eftir því sem
efninu hagar, því ef maÖur vill gjöra hér
úr histríóníam, eður hringbrot, þá fer
tvöfalt verr. Andinn Guðs kann seglun-
um haga, stundum hærra, stundum lægra,
og fyllir þau, svo sál og líkami hrærist
í honum; aldrei lætur hann þau slípa of-
an með mastrinu.
21. Eftir formálann byrjar hann ræðu
sína, hitnandi, og meir og meir fljót-
andi, og er bezt upp að gefa í miðjum
hitanum, áður en hann doðnar, svo lendi
með góðu lagi og ei verði stybba af
þeirri kyndingu.
22. Bænin eftir prédikun sé í stærstu
auðmýkt, eigi með háum róm, heldur
sem með stórri blygðan, þar allur söfnuð-
urinn krýpur fyrir stólnum og Lambinu.
Láttu þína bæn þá vera líka sem þú
vildir þeir væru sem krjúpa, líka sem
allra nauðsynjar liggi á þínu hjarta; því