Andvari - 01.01.1977, Side 121
ANDVARI
KENNIDÓMSINS SPEGILL
119
með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkamann og
aflagar, svo sem þegar hafið er upp blásið af stórviðri. Og í einu orði að segja:
Hún gjörir manninn að ófreskju og að holdgetnum djöfli í augum þeirra sem
heilvita eru. Og ef hún svo afskræmir ásýnd mannsins fyrir öðrum mönnum,
hverninn mun hún þá ekki afmynda sálina í Guðs augliti."
iÞessi blæbrigðaríka lýsing á heiftinni á sér fordæmi í riti, sem séra Páll í
Selárdal skrifaði 1687 og tileinkaði Sigurði Björnssyni lögmanni. Rit þetta hefur
vitaskuld verið kunnugt Jóni Vídalín. Titill þessa rits er sem hér segir:
„De patientiæ virtute. Um þolinmæðinnar dyggð“. Rit þetta er heimspekirit,
og hefur það í upphaflegri mynd sinni verið hlaðið grískum og hebreskum til-
vitnunum, sem séra Páll hefur síðan þýtt, þannig að út á eitt kom, hvort til-
vitnunum í frummálið var sleppt eða ekki. Meiningin hélzt hin sama. Svipuð
uppsetning efnis er í riti séra Páls „Um kross og krossmark“.
I ellefta kapítula ritsins um þolinmæðina er lýsing á reiðinni, þar sem
hún stendur fyrir rétti og ákærandinn lýsir ófögru ásigkomulagi 'hennar. Með
samanburði við kvæði Gregoríusar Nazíanzenusar um reiðina í Patrologia Græca,
37. bindi, s. 820—21, sést lýsing á reiðinni, sem í öllum aðalatriðum fellur saman
við lýsingu séra Páls, þannig að séra Páll endursegir texta Gregoríusar (frá línu
84, þar sem Gregoríus talar um spegilmynd reiðinnar og síðan um orð ákær-
andans). Þetta getur lesandinn sjálfur séð með því að lesa lýsingu séra Páls.
„Af þeim stritverkum, sem stöðuglyndisins dyggð verður út að standa, er
ei hið minnsta á móti sjálfs síns reiðigirnd og reiði að stríða. Þá að bera sig
annarra bræði að mýkja, því ef án þess væri og ei fyndist neinn hlutur, sem
beizli legði við þenna grimma löst, skyldir þú ei aðra bestíu sjá manninum
ógnarlegri, æðisfyllri eður ólmari; sem sig auðsýnt hefur og auðsýnir enn í dag
á þeirn, sem án lærdóms og tyftunar hafa upp alizt liðugir til sjálfræðis spilltr-
ar náttúru, með hvörjum sá löstur grær og eflist frá ungdóms árum til ellidaga,
á hvörjum þá er óhægara þessa reiðinnar Tigridem (Tígrisdýr) að temja, er ótta-
laus vani hefur náttúruna gjört að siggi og eitlum. Því svo sem uppdráttur sem
kemur af jörðinni, tjörnum og leir, verður að þoku og skýknetti í loftinu, svo
verður holdlegra girnda suddi sálunni að illum vana. En um það heilaga stöðug-
lyndi má segja það, sem Elí’hú mælir um sjálfan Guð; því hans andi er stöðug-
lyndisins gjafari. Með heiðbirtunni þvingar hann skýin og dreifir skýflókunum
með sínum ljóma. Það má hér skiljast með upplýstri skynsemi. Hvernig? (Hér
byrjar Greg. Naz.) Að vér síður reiðumst, getum vér til leiðar komið, ef vér
alla reiðinnar löstu oss fyrir sjónir leiðum og sæjum sjálfa oss svo sem í spegli,
þá reiðir erum, hvörsu óskaplegir og óguðlegir að yfirliti og allri hegðan þá
verðum, er reiðin hefur hertekið oss undir sitt vald. Klaga byrjar þann óvin