Andvari - 01.01.1977, Page 122
120
PÁLL BJÖRNSSON
ANDVARI
fyrir sjálfum oss og fram leiða, svo sjáist hans lýti. Ekkert sinni afmyndar svo
andlitið, né flekkar svo yfirlitin, eður gjörir hann illúðlegan. Oll augnanna hýra
yfirgefur þá reiðu. Fötin á líkamanum lætur reiðin flaka út í loftið. Hárið flæk-
ist um kinnarnar, æðarnar bólgna, brjóstið másar, hljóðaorgið grenjar, liðirnir
skjálfa, hendurnar aldrei kyrrar. Allur líkaminn gengur upp og niður. Augun
sem brennisteins eldur, yfirbragðið sem sót, stundum bleikt, stundum bólgið.
Tennurnar gnísta, sem þær væru að gófla á seigu. Höndunum samanbarið, var-
irnar skjálfa. Allt það illt djöfullinn kann hugsa á tunguna, þá blístrað, þá
bölvað, þá brigzlað. Allt hvað Satan getur til tínt, ber hann að þeim eldi, hvörn
liann setur í þetta púður. Hvílíkan ætlar þú þá innri manninn og hjartað,
hvörs svo herfileg mynd sést svo útvortis? Hvað óguðlegra skal vera yfirbragðið
innvortis? Ákafari andi, gríðuglegri urribrot, víst kroppinn sprengjandi nema
rennsli næðu. Líka sem þeir gömlu uppmáluðu gríðirnar girtar ormum og eld-
gusum af munninum. Eður ef þú vilt, leika sem Granatus [byssukúla] með
púðri og járnmolum fljúgandi. Vil eg þó varla trúa, að fullt contrafej [spegil-
mynd] þessa lösts verði af nokkrum appelle [ákæranda] svo málað sem í sjálfri
reynslunni finnst sig að útrýma."
Eftir þennan lestur geta menn skemmt sér við að velta vöngum yfir því,
hvort „meistari Jón“ hefur haft ritgerð séra Páls fyrir augunum eða kvæði
Gregóríusar um reiðina, er hann útmálaði heiftina með slíkum kynngimögn-
uðum orðum. Skiptir það í sjálfu sér nokkru máli, þar sem honum tókst að gera
betur en séra Páll í þessu ákveðna dæmi? Ekki held ég það. En þetta sýnir
þau tengsl, sem voru á milli þessara frænda og andlegu stórmenna sautjándu
og átjándu aldar.
Séra Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka kunni eina slúðursögu um „meistara
Jón“. Hún er þannig: „Og þótt menn kunni að liafa lærdóm og gáfur embætt-
isins, þá eru þó dæmi til þess, að slíkir hafi strandað í prédikun, svo sem skeð
skal hafa vorn nafnfræga sál. biskup Vídalín, þá hann á vísitazíureisu prédikaði
hjá frænda sínum, síra Páli Björnssyni að Selárdal, hálærðum manni." (Þorst.
Péturss., Sjálfsæfisaga, s. 16.) Þarna mættust tvær prédikarakynslóðir í einum
og sama ættlið, og meistara Jón rak í vörðurnar.