Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 127
ANDVABI
FRÁ BERNSKUTÍÐ SIGURÐAR SKÁLDS SIGURÐSSONAR
125
borið neitt á leiðindum í Sigga og ekki
heldur neinni óstillingu. Ég he£ enn sem
komið er lítið af honum að segja, en ég
hugsa, að hann sé viðkunnanlegur dreng-
ur. Nú getur þú komið dóti hans, sem
bréfberinn tekur á móti.
(Hér vantar í bréf Björns. 1 minninga-
þáttum sínum segir Siggi, að sér hafi
leiðzt mikið og grátið sig í svefn á hverju
kvöldi, fyrst í stað.)
28.9. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Kærar þakkir fyrir komuna um dag-
inn ... Sigga litla líður vel.
19.11. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi er nú farinn að læra, eins og
hann máski skrifar þér; er það nauðsyn-
legt, að hann hafi eitthvað fyrir stafni,
svo hann síður verði latur. Hann lærir
kver, sögu, landafræði, reikning og gjör-
ir íslenzka stíla. Hann hefur stuttar lexí-
ur og er því kominn skammt, enda liggur
ekki á, þar sem hann er svo ungur. Hon-
um gengur vel, og er hann mjög fljótur
að læra. Hann getur víst orðið góður
námsmaður með tímanum.
11.12 1889.
Björn til séra Valdimars.
Hjartans þakkir fyrir ... og seinast en
ekki síst fyrir alla meðferð á Sigurði, sem
ég aldrei get fullþakkað þér og þinni
góðu konu.
13.12. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Sigga litla líður vel, og er hann síkát-
ur. Ég nrun um daginn hafa minnzt eitt-
hvað á lærdóm hans. Hann er í sögu
kominn að Sókratesi, í landafræði langt
kominn með ísland, í reikningi að byrja
a almennum brotum, í dönsku töluvert.
Þar er hann beztur, sem von er, danskur
maðurinn. Annars skrifar hann þér
kannski um þetta sjálfur.
27.12. 1889.
Séra Valdimar til Björns.
Nokkrum dögum fyrir jól gaf ég börn-
unum jólafrí ... Sigga þótti náttúrlega
vænt um fríið, eins og öðrurn börnum, þó
hann ekki hafi mikið aðhald, en tvisvar
innti hann að því við mig, hvort þú
mundir vilja það, að hann sleppti svo
löngum tíma frá Iærdómi ... Þetta kalla
ég samvizkusemi. Annars hef ég ekkert
af honum að segja, nema gott. Hann
kemur sér vel og gengur rétt vel að læra.
Hann er sjóðnæmur, en nokkuð gleym-
inn, svo ég gæti búizt við, að hann ekki
stæðist kannski vel próf hjá þér, þó hon-
urn gengi vel hversdagslega.
Hann er nú í miðri Asíu í landafræði,
korninn langt með miðaldasöguna, kom-
inn í þríliðu í reikningi (búinn að yfir-
fara brotin og tugabrotin). I dönsku hef-
ur hann lesið talsvert hér og hvar, en
ógrammatíkalskt. Islenzka stíla hefur
hann gjört nokkuð marga, og allgóða, og
er nýbyrjaður á dönskum stílum. Sömu-
leiðis er ég farinn að sýna honum al-
mennar málfræðishugmyndir, í ágripinu
framan við Ritreglur V. Ásmundssonar.
18.4. 1890.
Séra Valdimar til Björns.
Við Siggi vorum að tala um það um
daginn, að senda þér bænarskrá um það,
að hann mætti alveg sleppa y og z. Hann
vill absolut ekkert með þá stafi hafa.
6.5. 1890.
Séra Valdimar til Björns.
Ekkert höfum við út um það talað,
hvort Siggi yrði hér næsta ár. Ef þú vilt
það og hann vill það, læt ég ekki standa á
mér með það, en ef þú ráðstafar honum