Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 131
ANDVARI
FRÁ BERNSKUTÍÐ SIGURÐAR SKÁLDS SIGURÐSSONAR
129
var hinn kátasti, þó hann skildi við
hana ... og svo kemur nú bráðum sum-
arið með sínum hestum og reiölagi.
25.5. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi fór ... í orlofið fyrra laugardag.
Hann „komporteraði" sig ágætlega, sagði
maðurinn, sem með honurn var.
27.9. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Af Sigga er allt gott aÖ segja. Hann
hefur nú í sumar verið við slátt með köfl-
urn og slegið af kappi, er efni í duglegan
sláttumann, þó það verði víst aldrei hlut-
fall hans ...
Þú leggur mér fyrir lífsreglurnar með
það, hvað og hvernig á að kenna honum.
Þú ræður því líka, hvort ætti að ferrna
hann í vor eða ekki, eða hvort þú hugsar
til að láta hann fara í skóla. Hann ætti
að geta það, ef hann vill, en til þess þarf
hann þá að herða sig betur með latínuna
en hann hefur gjört. Um þetta má líka
vonandi skrifast á seinna, ef ég ekki kem
til Reykjavíkur í haust, sem ég ekki
hugsa til.
13.20. 2892.
Björn til séra Valdimars.
Um lærdóm Sigga læt ég þig alveg
ráða. Ég vildi helst eiga hann hjá þér
eitt árið enn, og ef þú heldur, aÖ hann
sé hæfur til skólanáms, er rétt að láta
hann halda áfram með latínuna. Ferm-
inguna er best að geyma þangað til hitt
árið, ef hann verður hjá þér, eða er ekki
svo? Annars getum við talað um það
betur síðar. Ef hann getur komist í ann-
an bekk að tveim árum liðnum, þá vildi
ég það helst, en þá ætti hann að korna
hingað síðari hluta vetrar, og gæti það
komið í bága við ferminguna, því að
fyrir alla rnuni vil ég, að þú fermir hann.
1.11. 2892.
Björn til séra Valdimars.
Biddu Sigga að láta mig einhverntíma
bráðurn sjá línu frá sér. Ég fæ líklega
ekki tíma til að skrifa honum núna, en
bið kærlega að heilsa honum.
24.11. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
I fyrsta bréfinu minnist þú á Sigga.
Það er velkomið, að hann verði hér eitt
árið enn, ef þér sýnist svo. Það er eng-
inn efi á því, að hann er vel hæfur til
skólanáms, hvað gáfumar snertir, en
stöðvun brestur hann alltaf nokkuð, þó
að rninna beri á því í seinni tið en áður.
Hann þykist reyndar ekki vilja læra, en
hvort nokkur alvara er í því, veit ég ekki.
Hann talar flest hversdagslega í spaugi
eða að minnsta í gamni og alvöru til
samans, og það er ekki alltaf gott að
deila í sundur. Væri honum öldungis
þvert um geð að ganga skólaveginn, fynd-
ist mér sjálfsagt að fría hann við það.
En ég hef enga ástæðu til að halda, að
honum sé full alvara með það, þó að
hann stundum láti svo, og sýnist mér
því réttara að láta 'hann fara í skólann
fyrst um sinn. Þá fyrst verður það séð
til fulls, hvort hann reynist frábitiiin
því. Ilvað það snertir, að ég að vetri
kenni honum undir annan bekk, þá ætti
það að geta tekizt, ef hann vill ... ( o. s.
frv. langt mál urn hvað hann ætti að
lesa).
27.12. 1892.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi er ekki heirna. Nokkru fyrir jól-
in lofaði ég honum austur að Hvoli.
25.1. 1893.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi var lengur í orlofinu en til stóð,
eða fram yfir nýár, sökum slæmsku í