Andvari - 01.01.1977, Síða 132
130
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARl
fætinum ... Seint gengur það enn með
latínuna; mér tckst ekki að gjöra honum
hana skemmtilega. Þó væri líklegt, að
hann yrði fær til 1. bekkjar í vor, sem
hann þyrfti að vera, eins fyrir það þó
hann ekki fari í skólann í vor. Ég held
annars, að hann langi til að komast í
skólann sem fyrst, ef hann á að fara
það, og gjörir það máski meðfram, að
hans gamli lagsbróðir Eggert Briem
(Eiríkss.) á að fara í skólann í vor.
Kannski væri réttara að hafa þetta þann-
ig. En auðvitað stend ég við það að hafa
hann eitt árið enn, ef Siggi vill það fús-
lega eða er ekki nauðugur til þess. Ég hef
sagt honum að skrifast á við þig um
þetta og láta þig vita greinilcga, hvað
hann vill, en þú ræður svo.
1.2. 1893.
Björn til séra Valdimars.
Að því er Sigga snertir, þá hefði ég
reyndar helst viljað ciga hann í þínum
foreldra-húsum eitt árið enn til að láta
hann stillast betur, áður en hann kcmur
hingað í strákasollinn. Samt vil ég láta
þctta eftir honum, ef þú heldur, að hann
sé orðinn nógu fastur í rásinni og að hann
sé eða verði í vor nægilega undirbúinn.
Sjálfum honum skrifa ég, að það sé af
og frá, að hann fái þetta, nema því aÖeins
að hann herði sig við námið, einkum
latínuna, og að ég skuli taka það til at-
hugunar í vor, hvort ég gefi mitt sam-
þykki, ef þú lætur vel yfir framförum
hans. Ég vil láta þig að öllu leyti ráða,
eftir því sem þú álítur skynsamlegast og
best fyrir drenginn.
En ef það verður úr, að hann fari í
skóla, þá vil ég fyrir hvem mun líka láta
ferma hann í vor, og væri víst réttast að
hugsa um það í tíma. Ég hef fundið skírn-
arvottorð hans og legg það hér innan í.
Það þarf víst að sækja um aldursleyfi, og
vil ég biðja þig að leiðbeina mér, hvem-
ig á að fara að því. Líklega á að sækja
til biskups og láta skírnarvottorðið fylgja,
og svo vottorð frá sóknarprestinum, d:
þér um þroska piltsins? Ef þctta er rétt,
þá vona ég að fá frá þér vottorðið við
tækifæri. Ég læt því bíða að senda þér
skírnarvottorðið þangað til seinna, ef ég
þarf að brúka það gagnvart biskupi. Mig
langar til að vera við ferminguna, og er
það ekki ómögulegt, að það gæti orðið, ef
hann yrði fermdur fyrsta sunnudag í
júnímánuði (4. júní), því að þá hef ég
dálitla feríu, rneðan piltar eru að búa sig
undir prófið. En það er ef til vill óþægi-
lcgt fyrir þig að draga ferminguna svo
lengi, eða fyrir þá, sem standa að hinum
fcrmingarbömunum.
11.2. 1893.
Séra Valdimar til Björns.
Siggi segir nú, að hann hafi meint, að
hann vildi hcldur fara í 1. bckk skólans
í vor, en að hann hafi ekkert á móti því
að vera hér eitt ár cnn, upp á það að
fara í 1. bekk að ári. En þetta sýnist mér
lítill gangur ...
En hvort sem verður, þá held ég, að
bczt sé að slá því föstu að fcrma hann i
vor, því þó hann yrði einn veturinn til,
sem líklega verður þó síður, þá þyrfti
hann að fara snemma, fyrir venjulegan
fermingartíma. Ég get þvrí sótt um ferm-
ingarleyfi fyrir hann ... Skírnarvottorð
þarf biskup ckki, aðeins presturinn áður
en hann fermir; ... ég gæti frestað fcrm-
ingunni um hálfan mánuð, ef þér er það
áhugamál að vera viðstaddur.
24.2. 1893.
Björn til séra Valdimars.
Ég sendi þér nú skímarvottorð Sigga,
sem ég bið þig að geyma vel. Ég er þér
alveg samdóma um, að best sé að ferma
hann í vor, þó ekki fari hann í skóla, og
líka, að rétt sé að gera ráð fyrir því, að