Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Síða 132

Andvari - 01.01.1977, Síða 132
130 JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON ANDVARl fætinum ... Seint gengur það enn með latínuna; mér tckst ekki að gjöra honum hana skemmtilega. Þó væri líklegt, að hann yrði fær til 1. bekkjar í vor, sem hann þyrfti að vera, eins fyrir það þó hann ekki fari í skólann í vor. Ég held annars, að hann langi til að komast í skólann sem fyrst, ef hann á að fara það, og gjörir það máski meðfram, að hans gamli lagsbróðir Eggert Briem (Eiríkss.) á að fara í skólann í vor. Kannski væri réttara að hafa þetta þann- ig. En auðvitað stend ég við það að hafa hann eitt árið enn, ef Siggi vill það fús- lega eða er ekki nauðugur til þess. Ég hef sagt honum að skrifast á við þig um þetta og láta þig vita greinilcga, hvað hann vill, en þú ræður svo. 1.2. 1893. Björn til séra Valdimars. Að því er Sigga snertir, þá hefði ég reyndar helst viljað ciga hann í þínum foreldra-húsum eitt árið enn til að láta hann stillast betur, áður en hann kcmur hingað í strákasollinn. Samt vil ég láta þctta eftir honum, ef þú heldur, að hann sé orðinn nógu fastur í rásinni og að hann sé eða verði í vor nægilega undirbúinn. Sjálfum honum skrifa ég, að það sé af og frá, að hann fái þetta, nema því aÖeins að hann herði sig við námið, einkum latínuna, og að ég skuli taka það til at- hugunar í vor, hvort ég gefi mitt sam- þykki, ef þú lætur vel yfir framförum hans. Ég vil láta þig að öllu leyti ráða, eftir því sem þú álítur skynsamlegast og best fyrir drenginn. En ef það verður úr, að hann fari í skóla, þá vil ég fyrir hvem mun líka láta ferma hann í vor, og væri víst réttast að hugsa um það í tíma. Ég hef fundið skírn- arvottorð hans og legg það hér innan í. Það þarf víst að sækja um aldursleyfi, og vil ég biðja þig að leiðbeina mér, hvem- ig á að fara að því. Líklega á að sækja til biskups og láta skírnarvottorðið fylgja, og svo vottorð frá sóknarprestinum, d: þér um þroska piltsins? Ef þctta er rétt, þá vona ég að fá frá þér vottorðið við tækifæri. Ég læt því bíða að senda þér skírnarvottorðið þangað til seinna, ef ég þarf að brúka það gagnvart biskupi. Mig langar til að vera við ferminguna, og er það ekki ómögulegt, að það gæti orðið, ef hann yrði fermdur fyrsta sunnudag í júnímánuði (4. júní), því að þá hef ég dálitla feríu, rneðan piltar eru að búa sig undir prófið. En það er ef til vill óþægi- lcgt fyrir þig að draga ferminguna svo lengi, eða fyrir þá, sem standa að hinum fcrmingarbömunum. 11.2. 1893. Séra Valdimar til Björns. Siggi segir nú, að hann hafi meint, að hann vildi hcldur fara í 1. bckk skólans í vor, en að hann hafi ekkert á móti því að vera hér eitt ár cnn, upp á það að fara í 1. bekk að ári. En þetta sýnist mér lítill gangur ... En hvort sem verður, þá held ég, að bczt sé að slá því föstu að fcrma hann i vor, því þó hann yrði einn veturinn til, sem líklega verður þó síður, þá þyrfti hann að fara snemma, fyrir venjulegan fermingartíma. Ég get þvrí sótt um ferm- ingarleyfi fyrir hann ... Skírnarvottorð þarf biskup ckki, aðeins presturinn áður en hann fermir; ... ég gæti frestað fcrm- ingunni um hálfan mánuð, ef þér er það áhugamál að vera viðstaddur. 24.2. 1893. Björn til séra Valdimars. Ég sendi þér nú skímarvottorð Sigga, sem ég bið þig að geyma vel. Ég er þér alveg samdóma um, að best sé að ferma hann í vor, þó ekki fari hann í skóla, og líka, að rétt sé að gera ráð fyrir því, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.