Andvari - 01.01.1977, Side 137
ANDVARI
FRÁ BERNSKUTÍÐ SIGURÐAR SKÁLDS SIGURÐSSONAR
135
tóbak. Það þýðir ekki að meina honum
það úr þessu.
Lærdómsbækur hans og nauðsynlegan
fatnað vona ég að geta sent rétt strax.
Það er enn eitt, að hann er verr útbú-
inn vegna veikindanna.
28.4. 1894.
Séra Valdimar til Björns.
Þá vona ég, að Siggi sé kominn til þín.
Hann verður sjá'lfur að gjöra grein fyrir
lærdómnum.
(Mest um veikindi konunnar o. fl. á
heimilinu og sending á dóti Sigga. Mcð
fylgdi skrá um fatnað Sigga og greinar
gerð.)
1.5. 1894.
Björn til séra Valdimars.
(þakka) bréf, sem ég fékk með Siggi
og annað, sem ég fékk i dag, og ykkur
hjónum báðum þakka ég í einu orði ást-
samlegast fyrir ykkar föður- og móðurlegu
meðferð á Sigga.
4.5. 1894.
Séra Valdimar til Björns.
Ég sendi nú það, sem eftir var af lær-
dómsbókum Sigga . . . Siggi hefur sjálf-
sagt sagt þér, hvert hann var kominn að
lesa upp, þegar allt svo gott sem stopp-
aðist (séra Valdimar veiktist og lá í þrjár
vikur).
Hann var búinn að lesa upp: mann-
kynssögu o. s. frv.
14.5. 1894.
Björn til séra Valdimars.
Eg þakka þér kærlega fyrir alla út-
gerðina á Sigga. Hann er nú í óða önn
að lesa stærðfræðina. Ekki finnst mér
hann vera náttúruviljugur við lærdóminn.
En það getur verið að það sé mest af því,
að honum sé nýnærni í að koma í höfuð-
staðinn og vera með jafnöldrum sínum.
22.8. 1894.
Bjöm til séra Valdimars.
Siggi litli kom heim úr fiskileitunum
um eða nokkru fyrir mánaðamótin og
sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði
alltaf verið sjóveikur frá því hann sté
á skipsfjöl þangað tii hann kom í land.
Svo fór um sjóferð þá. Ég vona, að hann
sé að fuilu læknaður af þessum kvilla.
Hann er nú á Stórólfshvoli.
2.12. 1894.
Björn til séra Valdimars.
Sigga litla gengur í meðallagi í skól-
anum. Hann varð 11. af 21 við síðustu
röðun.
Ég vona, að hann spjari sig, þegar hann
venst við skólalífið og hinn reglubundna
tíma. Hann segist vera búinn að skrifa
þér, og legg ég það hér innan í.
Hér lýkur þessum bréfaskiptum um uppeldi Sigga litla. Pundspakkinn hafði
vaxið úr grasi. Á skólamynd frá vori 1895 stendur Siggi við hliðina á séra Jón-
mundi Halldórssyni, sem var með hæstu mönnum á vöxt, og slagar hann upp
eftir honum, en allur grannvaxnari.
Aldinn að árum rifjaði Sigurður upp minningar sínar frá Stóra-Núpi. Var
honum hlýtt til þeirra hjóna séra Valdimars og Ólafar. Við andlát hennar árið
1902 minntist hann hennar í bréfi til Þórðar Sveinssonar læknis með þessum
orðum: