Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 138
136
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARI
Ég hef heyrt, að kona séra Valdimars sé dáin. Var það ágæt hona og mér
góð. Mér datt fyrst í hug að yrkja erfiljóð, því hana þekkti ég mjög vel frá
því ég var á Núpi -, en ég hætti við það og datt mér þá þetta í hug:
Hvort mun sá,
er sólmyrkva leit,
skoðaði og skildi rétt,
verða að viðundri
á vetrarkvöldi,
þótt hrapi stjarna af himni?
Um upphaf dvalar sinnar á Núpi segir Sigurður í minningargrein í Lögrétlu:
Aldrei sofnaði ég fyrr en undir morgun og þá útgrátinn, þ. e. a. s. grátinn
þurr. Mér leiddist svo mikið og fannst ég vera svo einmani. Bræðurnir |o : Jó-
hann og Ólafur, synir þeirra hjóna] voru bráðþroska og skiptu sér ekkert af
mér. En smátt og smátt fór ég að hænast að séra Valdimari sjálfum, og talaði
hann við mig einhverju því milda tungumáli, sem ég skildi betur en annarra.
Smátt og smátt rann af mér þessi óþreyju- og leiðindavíma, enda sé ég nú, að
heimilið hefur verið frábært...
Með þessum hætti lýsir hann séra Valdimari: Hann var fríðastur manna,
hárprúður, ennishár, dimmbláeygður, dökkur á skegg löngu eftir að hann var
orðin hvíthærður, feitlaginn og þungur í spori ... Séra Valdimar hefði átt
að verða biskup í kaþólskum sið. Hann var skörungur í kirkju sem annars-
staðar, svo þess gætti lítt og gleymdist alveg, að hann var lítilsháttar linmæltur.
Hann var umburðarlyndur um allt nema eitt: ef honum fannst virðingu sinni
viljandi misboðið, þá sýndi hann á sér þögulan hroka, en hló, ef hann vissi
það af vanþekkingu gert.
Augað hláa, ennið háa -
ennþá lít ég sem í gær -
fríður bjartur, fjær og nær:
Skörungur með skegg og hárið gráa.
1 skáldskap Sigurðar gætir víða áhrifanna frá Núpsárunum og orlofsferð-
unum að Stórólfshvoli.
Kvæðið Sumarnætur er sprottið úr minningunum um vökunæturnar á Núpi,
þegar hann vakti yfir túninu eða geymdi hesta gestkomandi. Þar segir í upphafi: