Andvari - 01.01.1977, Page 140
138
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON
ANDVARI
Og hjartað saknar, sál mín gljúp
á sólskinsvængjum lyftir sér
um loftin víðu tlraumadjúp
og dregur súginn. - Þar er ég!
Við gilið átti ég barnabæ.
í brekkunni rann ég oft á fjöl
um fannir niður á frosinn glæ,
og fótinn hafði að stjórnarvöl.
Þar lúrir fyrsta ósk mín æ,
að eignast skauta í leggja stað
og skinnsokkana háu - hæ
og hó. Eg þráði og tungan bað.
Þar átti ég gamlan, góðan vin,
með gráa faxið - Valdimar.
Mitt æskubros, hans aftanskin
svo elskulega mættust þar
sem gleym-mér-ei við eikarhlyn,
altariskróna og tólgarskar.
Þau buðu mér ekkert börnin hin,
en blessaður karlinn allt mér var.
Svo sá ég Núpinn síðar. Þá
var sumarnótt og drottins dýrð,
í húsasundi baldursbrá
í bliki daggar endurskírð.
Eg gekk urn túnið til og frá,
af trega og þrá var sál mín hýrð.
Héðan í frá mitt hjarta á,
hvort sem þú dvelur eða flýrð.
Á næsta ári mun bókaútgáfan Helgafell gefa út heildarsafn Ljóða skáldsins,
en síðar Laust mál, greinar hans og minningarþætti og nokkur bréf,