Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 11
ANDVARI GUNNAR THORODDSEN 9 fimmtán ára að aldri. Þátt hafði hann tekið í félagsstarfi veturna áður en til þess hafði aldrei komið „fyrir feimni sakir“ eins og hann segir sjálfur frá, að hann færi upp í ræðustól. Nú var hinsvegar stofnað málfundafélag í skólanum sem hlaut nafnið Framtíðin. Á fyrsta fundinum skyldi rætt um Grænlandsmálið og réttindi íslend- inga til yfirráða þar vegna hinna fornu afskipta og landnáms á sinni tíð. Gunnar ákvað að verða meðal ræðumanna á fundinum og hefur lýst þeirri eldraun skemmtilega á þennan hátt: „Ég var afar taugaóstyrkur er á fundinn kom. Ekki batnaði líðanin eftir að ég hafði kvatt mér hljóðs. Einhvern veginn tókst mér þó að komast upp í ræðustólinn. Ég roðnaði og svitnaði. Þegar ég hafði lokið ræðunni, hafði ég ekki hugmynd um, hvað ég hafði sagt og veit það ekki enn þann dag í dag. Ég stóð þar eins og í leiðslu. Það var ólýsanlegt ástand til líkama og sálar að koma í fyrsta sinn í ræðustól.“ Þannig var jómfrúarræða þess unga skólapilts sem síðar átti fyrir að liggja að verða einn mesti mælskumaður sinnar samtíðar. í fimmta bekk var stefnan tekin inn á braut stjórnmálanna. Þeir félagarnir og vinirnir Jóhann G. Möller og hann ákváðu að ganga í Heimdall veturinn 1927—28 efdr að hafa kynnt sér rækilega megin- stefnumál flokkanna. íhaldsflokkurinn hafði verið stofnaður árið 1924 undir forystu Jóns Þorlákssonar sem var Qármálaráðherra og síðar forsætisráðherra 1924—1927 er Framsóknarflokkurinn tók við stjórnartaumunum og naut hlutleysis Alþýðuflokksins. Tveimur árum síðar en íhaldsflokkurinn var stofnaður, 1926, höfðu nokkrir úr hinum gamla Sjálfstæðisflokki stofnað Frjálslynda flokkinn undir forystu Sigurðar Eggerz og Jakobs Möller. Ungu mennirnir í Heimdalli voru hlynntir sameiningu flokk- anna. Var það jafnframt krafa þeirra að nafn íhaldsflokksins yrði lagt niður sem þeir töldu villandi og óheppilegt. Báðir flokkarnir voru borgaraflokkar sem beittu sér fyrir einstaklingsfrelsi og at- hafnafrelsi. Þeir voru sameinaðir 1929 í hinn nýja Sjálfstæðisflokk. Að miklu leyd lögðu ungu mennirnir í Heimdalli hinum nýja flokki til hugmyndafræðilegan grundvöll. Þar kristölluðust hugsjón- ir þeirrar nýju kynslóðar sem átti eftir að erfa landið. Meginþungi stjórnmálabaráttunnar hafði af eðlilegum ástæðum legið í farvegi baráttunnar við Dani um sjálfstæði lands og lýðs. Sú var enn megin- krafan en hinum ungu félögum var ljóst að það hillti undir nýjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.