Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 91
ANDVARI
BJARTUR OG SVEITASÆLAN
89
„Notaðu þinn eigin þrótt í þágu þinna eigin hagsmuna, eigðu sem minnst
undir öðrum og haltu þeim sem allra lengst frá þér því allir aðrir en þínir
nánustu eru þér óviðkomandi“ (II, 288).
En eftir breytinguna skilur Sturla að hann stendur í þakkarskuld, ekki
við einstaka menn heldur við manneskjuna yfirleitt (II, 293). Þetta hugs-
anaferli hjá Hagalín nær hámarki í orðinu kristindómur (s. st.) sem hann
skáletrar svo ekkert fari milli mála um „sensmóralinn".
Dæmi um einstaklingshyggju og hetjuskap Sturlu er að hann hrekur út-
lendan togara úr landhelgi einn á báti sínum með riffil að vopni. Hins veg-
ar hindrar einstaklingshyggjan ekki að hann stofni kaupfélag með frænda
sínum. Pess má geta að höfundur virðist hrifnari af þeim sem hafa unnið
sig upp og þannig náð völdum en hinum sem hafa þau að erfðum. Hug-
myndafræðin í þessari bók minnir mjög á skoðanir Hamsuns en tengist um
leið sósíaldemókratisma höfundar. 3)
í samanburði við Sjálfstcett fólk tekur Iesandinn strax eftir að Guðmundur
Hagalín veitist að gömlum og sigruðum forréttindastéttum, dönskum
kaupmönnum og embættismönnum, en ekki þeim nýju. Halldór Laxness
sneri sér hins vegar gegn nýju valdhöfunum, nýja kaupfélagavaldinu, sem
Guðmundur Hagalín gagnrýnir hvergi í Sturlu í Vogum nema síður sé. Sag-
an var innlegg í baráttu sem var lokið, sjálfstæðisbaráttuna, en ekki í þá sem
stóð sem hæst, stéttabaráttuna. Sjálfstæðisbaráttan lifði aðallega áfram í
nafni Sjálfstæðisflokksins, og því var ekki að undra þótt formaður hans
væri hrifinn af sögunni.
Sveitasælusögurnar eftir Huldu, Guðrúnu Lárusdóttur og Guðmund
Hagalín, sem hér hefur verið sagt frá, voru að verulegu leyti svar við sögum
Halldórs Laxness, og pólitískt inntak Sjálfstœðs fólks verður best skilið í ljósi
þeirra. Munurinn á hugmyndum Halldórs Laxness og Huldu var ef til vill
einkum fólginn í ágreiningi um hlutverk kvenna. En munurinn á skoðun-
um Halldórs og Guðmundar Hagalíns átti sér beinar pólitískar forsendur,
enda var Hagalín framarlega í Alþýðuflokknum og atvinnurekstri kaupfé-
lagsins á ísafírði. Andstaðan milli Halldórs og Guðrúnar Lárusdóttur felst
> því að hún sameinar hvort tveggja það hjá Huldu og Hagalín sem Hall-
dóri Laxness var mest á móti skapi, íhaldssama einstaklingshyggju og dýrk-
un á feðraveldi.