Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 146
144
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
3. Að styðja allar raunhæfar tilraunir til þess að viðhalda friði og öryggi
í heiminum, einkum þó með þátttöku í störfum Sameinuðu þjóð-
anna og sérstofnana þeirra, svo og að styðja raunhæfa viðleitni til
þess að draga úr vopnavæðingu og stuðla að afvopnun undir raun-
hæfu eftirliti með allsherjar afvopnun sem lokamarkmið.
4. Að eiga nána samvinnu við Norðurlönd, einkum á sviði menningar-
og félagsmála.
5. Að taka þátt í ijölþjóða- og alþjóðasamstarfí til þess að stuðla að fé-
lags- og efnahagslegum framförum og frjálsri milliríkjaverslun, eink-
um á Atlantshafssvæðinu, til þess að tryggja hina mikilvægu utanrík-
isviðskiptahagsmuni íslands.
6. Að styðja viðleitni til þess að efla alþjóðalög með því markmiði að við-
halda reglu og réttlæti í milliríkjasamskiptum svo og til þess að lög-
banna hótanir um valdbeitingu og valdbeitinguna sjálfa við úrlausn
deilumála ríkja.
7. Að virða mannréttindi og pólitískt frelsi, rétt þjóða til sjálfsákvörðun-
ar og vinna að afnámi hvers konar nýlenduveldis.
8. Að taka virkan þátt í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi ríkja til
þess að hindra mengun sjávar, framkvæma í sjónum umhverfis ís-
land verndarstefnu og skynsamlega nýtingu fiskistofna á grundvelli
forgangsréttar strandríkisins út að sanngjörnum mörkum, sem á
mismunandi tímum hafa verið talin vera 4, 12, 50 og nú 200 mílur.
Sé íslensk utanríkisstefna lýðveldistímans skoðuð, blasir við að hver ríkis-
stjórnin af annarri hefur allt þetta tímabil í reynd framkvæmt í stórum
dráttum þessa utanríkisstefnu, enda þótt hún hafi verið orðuð á mismun-
andi hátt í stefnuyfirlýsingum.
Átta mótandi atriði utanríkisstefnu
Nú má vera, að einhverjum þyki athyglisvert, hversu stöðug og sjálfri sér
samkvæm íslensk utanríkisstefna hefur verið í framkvæmd, hversu lítið
grundvallaratriði hennar hafa breyst á 40 ára tímabili lýðveldisins. Hverju
sætir það?
Svar við þeirri spurningu er að fínna í því, sem ég nefni mótandi atriði
utanríkisstefnu eða boð, eins og ég kýs að nefna þau. Þessi boð eru frá mínu
sjónarmiði séð að minnsta kosti átta og ákvarða að langmestu leyti megin-
markmið utanríkisstefnu ríkja.