Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 57
ANDVARI
NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP JÓNS HELGASONAR
55
Byggiíig kvæðisins er óvenjuleg. Þó að það sé nánast órofa heild, þá er þó
hvert erindi þess sjálfstætt og hefur hvert sína beinu vísan til staða og at-
burða sem þeim tengjast. Jón Helgason var fílólóg sem þýðir víst vinur
orðsins eða eitthvað í þá átt — og varla hefur hann nokkurntíma kostað sér
svo til sem í þessu kvæði að færa hugsanir sínar í bitning réttra orða. Hvert
einasta erindi er að því leyti listasmíð og skrúðklæði og varla er unnt að
hugsa sér að önnur íslensk orð væru betur við hæfi til túlkunar réttum
skilningi en þau sem skáldið dregur upp úr nægtabrunni sínum.
Afangar birtust fyrst í Tímariti Máls og menningar 1940, skömmu eftir að
Danmörk var hernumin. Líta má svo á að kvæðið sé mótað einsemdar-
reynslu skáldsins sem snögglega iiefur verið svipt sambandi við land sitt og
þjóð og hugsar fast norður yfir hafið, — leitar fyrir sér urn ný tengsl við það
sem því er verðmætast, - og ísland rís úr úfnum sævi fyrir hugskotssjón-
um, þess, nístandi kalt og bert, hrikalegt og einstaklega rammeflt og magn-
þrungið. Þetta birtist í hverju einasta erindi kvæðisins. Það má ef til vill líta
svo á að skáldið tefli hér fram ættlandi sínu með hreinleik þess og hörku
gegn þeim öflum sem börðust í veröldinni um það leyti sem kvæðið var ort.
Kvæðið liefst á Kili og því lýkur við Lómagnúp eftir að raktir hafa verið
nokkrir þeir staðir landsins sem þykja einna uggvænlegastir, hamraþilin
gneypu og tröllslegu sem bjóða úthafssjóunum byrginn, mannskæð öræfin,
eldspúandi gígastjakinn. Efnislega nær kvæðið vart til byggða. Mannlegt líf
er ekki nefnt nema vegna ósigra fyrir náttúruöflunum. I einu erindi er
raunar imprað á að gott sé að deyja inn í fjöll til afa sinna. Ekki er vikið að
gróðri eða gæðum landsins, utan hörðum melgrasskúf sem berst fyrir líf-
inu á köldum stað og ömurlegum.
Áfangar mega heita þegar grannt er skoðað töfraþula eða ákvæðaskáld-
skapur, eins konar Tyrkjafæla, þó að ólíkt sé að verki staðið. Það er aðvör-
un til stríðandi afla að ganga ekki of nærri þessu kalda og hreina landi og
dulmögnum þess. Það á vart sinn líka í þessari skáldskapargrein þó að ýms-
um skáldunt allt frá höfundi Völuspár til Bjarna Thorarensens og Matthí-
asar væru slíkar hugsanir ekki fjarlægar.
í grein sinni, Aðyrkja á íslensku, segir Jón Helgason um ákvæðaskáldskap-
inn:
. . . langt fram eftir öldum nutu íslensk skáld þeirra hlunninda fram yfir
aðra menn, að orð þeirra gátu leyst eða bundið margvísleg hulin mögn. Mér
er ekki kunnugt um að önnur eins trú á mátt kveðskaparins hafi verið til hjá
nálægum þjóðum. Þau gátu ort á menn sóttir og auðnuleysi, ýft öldur sjávar-
ins, reist brimskaflinn, æst vindana. Þau gátu kveðið vættir frant úr grjót-
fylgsnum sínum, en framar öllu gátu þau losað menn undan áreitni drauga
og sendinga með því að kveða þessi meinvætti niður, og þurfti þá oft að
ganga nærri scr.