Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 65
HJÁLMAR SVEINSSON: Viðhorf Sigurðar Nordals til menningar og sögu Eitt þeirra hugtaka sem fólk notar í tíma og ótíma, án þess að huga nokkuð að merkingu þeirra, er hugtakið „menning“. Reyndar heyrist nógu oft spurt: hvað er menning? En það vill brenna við að látið sé nægja að nefna einstök dæmi og alhæfa út frá þeim. „Sinfóníur eru menning," segja sumir, „og rokkið ekki síður,“ bæta aðrir við. Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu og enginn man lengur ástœðuna fyrir upphaflegu spurningunni. Bókstaflega táknar orðið „menning“ það sem gerir manninn að manni. Menning er því mannlífið í heild sinni. Til að losna við allt innantómt karp þyrfti maður helst að spyrja eins og barn: Hvað er það eiginlega sem gerir manninn að manni? Aðall fræðimannsins Sigurðar Nordals er einmitt sú gáfa að geta varðveitt barnslega undrun. Hann smíðar ekki stóra og glæsi- lega kenningu um menninguna. Honum er mest í mun að gera lesanda sinn forvitinn og spurulan um þetta fyrirbæri. Þegar hann fjallar um menningu skiptir hann mannlífinu gjarnan í þrennt, að klassískri fyrirmynd: Maðurinn er dýr en það sem skilur mann- inn frá dýrinu er að hann er borgari í samfélagi og að hann er andleg vera.Þ Þessi skilgreining ber með sér að menningin er fléttuð úr tveimur þáttum sem eru borgaraleg siðmenning og andlegur þroski einstaklingsins. Það vantar sem sé þriðja þáttinn, þjóðmenninguna. En það var fyrst með róm- antísku stefnunni við upphaf 19. aldar að henni var veitt sérstök athygli. í erindum sínum Líf og dauði og þeirri ritdeilu sem hann háði við Einar H. Kvaran (síðar prentuð í bókinni Skiptar skoðanir) gerir Nordal grein fyrir því hvernig tveir fyrrnefndu þættirnir, einstaklingsþroskinn og sið- menningin, fléttast saman. Þegar hann ræðir um hið síðarnefnda á hann jafnan við þá þróun siða og samfélags sem orðið hefur á Vesturlöndum. En viðhorf hans til þjóðmenningar, sem eru samofin túlkun hans á íslenskri sögu, koma best fram í íslenzkri menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.