Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 137
ANDVARI
GÍSLI BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI
135
Fleira efni féll í góðan jarðveg hjá séra Páli því að hann segir síðar í bréf-
inu: „Sorglegt — en þó undireins indælt, er að lesa um frelsis-baráttu Mag-
yara“. Aftur skrifaði Páll Gísla 14. febrúar 1851 til að gera upp reikningana
vegna sölu Norðurfara og segir þá: „111 frétt þyki mér það að eiga ekki von
á fleirum árum af Norðurfara; sakna eg þar vinar úr stað, því mér hefur
yfir höfuð geðjast vel að þessum tveimur árum sem komin eru, og sama
hefí eg heyrt á fleirum, sem eg hefi átt tal við; því hvað sem smágöllum á
málinú líður, þá hefur efnið í honum verið þarft, skemmtilegt og fróðlegt,
og andinn þjóðlegur og frjálslegur; það hefur líka engi bók, sem eg hef
haft til sölu, gengið jafnvel út meðal alþýðu eins og Norðurfari, og er það
vottur þess, að hann á við skap þjóðarinnar . . . Eg er sannfærður um, að
það er skaði fyrir þjóðina, eftir því sem nú stendur á ef Norðurfari og Fé-
lagsritin falla niður, svo að ekki komi önnur rit í stað þeirra með sama
„tendens“.“38
Þannig voru dómar yngri kynslóðarinnar um Norðurfara og að því er
séð verður alþýðu í landinu sem lét sig þjóðmál nokkru varða, en í landinu
var einnig önnur kynslóð með önnur sjónarmið og í þeim flokki voru flestir
hinna eldri embættismanna. Séra Sigurður Gunnarsson er að vísu ekki
dæmigerður fulltrúi hennar þó að Norðurfari fengi ekki jafn jákvæðan
dóm hjá honum og hinum yngri mönnum.
Á þeim árum sem Norðurfari kom út var M. H. Roseprn stiftamtmaður
yfir íslandi. Til er eftir hann brot úr ævisögu í handriti í ríkisskjalasafninu
danska frá því um 1853 og ber heitið „Momenter til Autobiografi“. Hann
víkur þar að Norðurfara og kennir honum um þann uppreisnaranda sem
gróf um sig í landinu þó að fleiri legðu þar hönd að samkvæmt mati hans.39
Af því sem hér er að framan sagt má ljóst vera að Norðurfari hafði mikil
pólitísk áhrif um miðja öldina. Bókmenntaáhrifin hafa verið minni, en
samt má rekja bölsýnina í kveðskap Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds til
kvæðanna í Norðurfara og ritið kynnti ljóðagerð Byrons lávarðar og
„heimstregann" í ljóðagerð hans sem átti eftir að enduróma í íslenskum
kveðskap um langa hríð. Kvæðin í Norðurfara voru mikilvægur áfangi á
skáldferli útgefendanna því að þar festu þeir sig í sessi meðal skálda aldar-
innar. Þegar Norðurfari var allur voru vængirnir vaxnir og þeir fleygir í
heimi skáldskaparins og varla þarf að efast um að útgáfa Norðurfara stuðl-
aði mjög að skáldþroska þeirra Jóns Thoroddsens og Gísla Brynjúlfssonar.
Síðast en ekki síst skapar hann náin kynni milli lesandans og annars útgef-
andans, Gísla Brynjúlfssonar, og frá honum bergmálar brimgnýr örlaga-
ríkra atburða samtímans og þær tilfínningar sem þeir vöktu í brjósti hins
unga og hverflynda skálds.