Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 162
GILS GUÐMUNDSSON:
„Það lýsti oft af honum,
þegar hann talaði“
Flett blöðum Vilmundar Jónssonar
1
Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jónssonar landlœknis er tveggja binda
ritsafn sem bókaútgáfan Iðunn gaf út í fyrra, og minntist með því 40 ára af-
mælis síns. Sonur Vilmundar, Þórhallur prófessor, sá um útgáfuna sem er
afar vönduð í alla staði. Prentsmiðjan Oddi prentaði og er frágangur í hví-
vetna íslenskri bókagerð til sóma.
Áður höfðu birst mikil rit Vilmundar Jónssonar urn lækningasöguleg
efni, en bér er safnað á einn stað hinum styttri ritverkum hans af margvís-
legu tagi. Er skemmst af að segja að ekki hafa aðrar bækur komið út nú um
hríð sem veitt hafa undirrituðum jafnmargar ánægjustundir sem þessi.
Veldur því ritsnilld Vilmundar sem er slík að oft nemur maður staðar við
lesturinn og minnist hins fornkveðna: Engum manni er Kári líkur.
Með hug og orði er ekkert smáræðisrit, nær 760 blaðsíður. Efnið er næsta
fjölbreytt. Útgefandi skiptir því í átta efnisflokka. í fyrra bindinu eru fyrir-
ferðarmestir minningaþættir og sagnaþættir. Um minningaþættina er það
að segja að þeir eru allir góðir, sumir hrein listaverk, með því allra besta í
ritinu. Held ég að nokkrir þeirra eigi langt líf fyrir höndum, meðal þess
sem fegurst var ritað á íslenska tungu á tuttugustu öld. Meginþorri þessa
efnis birtist hér í fyrsta sinn. Þá eru einnig í fyrra bindi greinar um íslenskt
mál, en Vilmundur var afar málhagur maður og gerði mörg nýyrði, eink-
um á sviði læknisfræði. Sumar greina hans um þessi efni vöktu hina mestu
athygli og ollu deilunr, enda víða brugðið sverði háðsins og óvægilega að
orði kveðið. í Læknablaðinu og víðar hirti Vilmundur rækilega ýmsa lækna
fyrir erlendar slettur og óvandað málfar. I tilefni af einni slíkri deilu kemst
hann svo að orði í bréfi: „Annars er einkar þægilegt að láta tala illa um sig,
og hef ég af því góða reynslu. í viðkynningu reynist maður þá stundum
skárri en af er látið.“
Helstu efniflokkar síðara bindis eru greinar um stjórnmál, um heilbrigð-
ismál og loks bréf. Þá eru þar og skrár um mannanöfn og örnefni.