Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 107

Andvari - 01.01.1986, Page 107
ANDVARI SJÓNARHÓLL SÖGUMANNS 105 Indriði G. Þorsteinsson varð landsfrægur af sögunni Blástör sem hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samvinnunnar 1951. Sama ár kom fyrsta bók hans út, Sœluvika, tíu sögur og allar nema ein samdar á því ári. í Vafurloga eru teknar þrjár sögur úr Sæluviku: Fyrsta sagan samnefnd, vitaskuld Blástör og loks Rusl. Þetta eru byrjunarverk og bera ýmis merki þess. Höfundur skrifar af hressileik og fjöri, frásagnargáfan leynir sér ekki þótt aga skorti. í öllum þrem sögunum sem hér eru teknar er viðfangsefnið kynferðislegt eins og títt er hjá Indriða. „Náttúrumikill höfundur“ var fyrirsögn á ritdómi um Sœluviku í Lífi og list. Indriði telur sjálfur að í þess- um orðum hafí verið fólgið tilræði við ungan höfund 2), en ástæðulaust sýn- ist mér að ætla það enda leit ritstjórinn, Steingrímur Sigurðsson, ekki svo á.3) Aftur á móti gerir Steingrímur mikið úr því að Indriði hafi hermt eftir erlendum meisturum eða öllu heldur íslenskum þýðingum á sögum þeirra, og fínnur Steinbeck í Sæluviku. Önnur fyrirmynd og frægari var þá ekki komin til sögunnar en seinna víkur að henni. Hvað um það: Engum lesanda með augun opin gat dulist að Indriði G. Þorsteinsson lagði upp með ótvíræða rithöfundarhæfileika, frumlega sögu- mannsgáfu, óspillta sjón og eftirtekt. Og í hrjúfum stílblæ sagnanna er viss þokki fólgin. Verðlaunasagan Blástör er kannski best í bókinni, en Rusl stendur henni ekki langt að baki. Þar er viðfangsefnið tæring afbrýðisem- innar. Ekki verður sagt að höfundur kafí djúpt í hvatalífíð en við sjáum strax hversu auga hans er næmt og sviðsetningin lifandi. Blástör er með léttari svip, erótíkina þar mætti fremur auðkenna með orðum eins og „kyn- ferðislegur skjálfti". Sama má segja um söguna Sæluviku, létta samdráttar- sögu sem raunar er skemmtilega skagfírsk byrjun á ferli Indriða þar sem hún stendur fremst í fyrstu bók hans. Fyrir Vafurloga hefur höfundur endurritað söguna og bætt mjög. Athyglisvert er að nú afnemur hann dul- búning sögusviðsins og nefnir staðhætti réttum nöfnum. Eftir Sœluviku varð breyting á högum Indriða og ferill hans tók ákveðna stefnu4). Hann kastast inn í kviku borgarlífsins eins og það var fyrsta ára- tuginn eftir stríð. Reynsla sveitamannsins á mölinni getur orðið býsna sár og örðug. Til að lýsa hraða og snerpu samtímans tileinkar Indriði sér knappan, hlutlægan stíl, kaldan á ytra borði, tilfinningasaman undir niðri. Fyrst gætir þessa stíls í Sjötíu og níu af stöðinni (1955). Hann dregur dám af Hemingway eins og alkunnugt er, en hér var kominn í bókmenntir vorar andblær nýs tíma, hversu framandlegur sem hann virtist vera. Næsta smásagnasafn, Peir sem guðirnir elska (1957), er í sama anda. Ef við berum þá bók saman við Sœluviku er munurinn mikill. Ekki aðeins að áferð- in sé önnur, heldur er vald höfundar á smásagnaforminu orðið stórum meira en fyrr. í Vafurloga eru teknar fjórar sögur úr bókinni: Að enduðum löngum degi, Heiður landsins, í fásinninu og Eftir stríð. Þessar sögur eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.