Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 28
26
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
Þótt Gunnar væri í eðli sínu fastur fyrir var hann mjög samvinnu-
þýður og með lagni og lipurð tókst honum oft að ná samstöðu um
mál sem mátt hefði ætla að horfðu til ágreinings.
Mér fannst bæjarstarfsmönnum yfírleitt vera ákaflega hlýtt til
Gunnars og vilja leggja sig fram að vinna honum vel. Og það var
laust við að þeir óttuðust harðan húsbónda, heldur vildu þeir geðjast
ljúfum yfírboðara. Þeir sem muna borgarstjóratíð Gunnars, minnast
þess áreiðanlega, hvílíkrar virðingar og vinsælda hann naut meðal
Reykvíkinga. Jafnan var þröng á þingi í biðstofunni, þegar hann
hafði viðtalstíma, fyrst þrisvar í viku, síðan tvisvar. Erindi manna
voru engan veginn einskorðuð við bæjarmál. Menn komu með alls-
konar persónuleg vandamál, því mjög margir litu á hann sem alls-
herjar forsjármann, mér liggur við að segja skriftaföður. Það voru
aldeilis ótrúleg mál sem menn báru undir hann.“
Gunnar lét af borgarstjórastörfum í nóvember 1959, er hann varð
fjármálaráðherra í viðreisnarstjórninni. Þá hafði hann verið borgar-
stjóri Reykjavíkur í 12 ár, á miklu framkvæmda- og framfaratímabili
í sögu höfuðstaðar landsins. Hann hafði veitt styrka forystu en jafn-
framt reynt að sameina menn hvar í flokki sem þeir stóðu um stuðn-
ing við þau framfaramál sem hann og fulltrúar sjálfstæðismanna
töldu mikilsverðust.
Síðustu borgarstjórnarkosningarnar á ferli hans sem borgarstjóra
fóru fram 1958, en borgarstjórinn skipaði efsta sæti listans svo sem
venja var. í þessum kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 10 menn
kjörna af 15. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur flokkurinn unnið
jafn glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosningum sem í þetta sinn.
Slíkur var dómur kjósendanna í Reykjavík um verk borgarstjórans
og félaga hans, ári áður en hann hvarf til nýrra verkefna.
5
Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, andaðist í janúar
1952. Var þá fljótlega farið að ræða um hugsanlegan eftirmann
hans. Ýmis nöfn bar á góma í þeim umræðum, Ásgeir Ásgeirsson,
Gísla Sveinsson og þá bræðurna Ólaf Thors og Thor Thors sendi-
herra í Washington.