Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 144

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 144
142 HANNES JÓNSSON ANDVARI þingi sama dag og stjórnin tók við völdum. Sagði forsætis- og utanríkisráð- herra þá, að stjórnin setti sér „þau tvö markmið að tryggja sjálfstæði og öryggi íslands út á við og hefja stórvirka nýsköpun í atvinnulífí þjóðarinn- ar.“1) Auk þess gerði Ólafur Thors grein fyrir markmiðum ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum. Sagði hann, að stjórnin vildi athuga, hvernig sjálfstæði íslands yrði best tryggt með alþjóðlegum samningum; taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, sem hinar Sameinuðu þjóðir voru þá að koma á laggirnar; undir- búa og tryggja svo vel sem unnt væri þátttöku íslands í ráðstefnum, sem haldnar yrðu í sambandi við friðarfundinn; eiga náið samstarf við Norður- löndin í menningar- og félagsmálum; taka þegar upp samningatilraunir við önnur ríki í því skyni að tryggja íslendingum þátttöku í ráðstefnum, er fjalla um framleiðslu, verslun og viðskipti í framtíðinni, m. a. til þess að ná sem bestum samningum um sölu á framleiðsluvörum þjóðarinnar og sem hagkvæmustum innkaupum; og vinna að rýmkun fiskveiðilandhelginnar og friðun á þýðingarmiklum uppeldisstöðvum fisks, svo sem í Faxaflóa. Þegar stjórn Ólafs Thors tók við völdum árið 1944 var bandarískt varn- arlið í landinu. ísland framkvæmdi þá í reynd þá utanríkisstefnu að eiga samvinnu við Bandaríkin um varnarmál. Þetta bandaríska varnarlið kom til íslands 7. júlí 1941 í samræmi við þríhliða samning íslands, Bandaríkjanna og Bretlands, sem gerður var í formi nótuskipta 1. — 8. júlí 1941, og leysti af hólmi innrásarher þann sem Bretar sendu til íslands 10. maí 1940. í raun var nýsköpunarstjórnin því að framkvæma það grundvallaratriði íslenskrar utanríkisstefnu að eiga samvinnu við Bandaríkin og vestræn lýðræðisríki í varnar- og öryggismálum. Eftir því sem tíminn leið og aðstæður breyttust hafa aðrar ríkisstjórnir bætt við og skilgreint nánar þau grundvallaratriði íslenskrar utanríkis- stefnu, sem Ólafur Thors lýsti á Alþingi 21. október 1944. Sérstök vanda- mál hafa komið upp og krafist úrlausnar, ýmis atriði verið skilgreind og skýrð, en grundvallarmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu allt lýðveldis- tímabilið hafa verið mjög lík þeim meginatriðum, sem Ólafur Thors minnt- ist á í stefnuræðu sinni á Alþingi 21. október 1944. Þetta má auðveldlega sannreyna með því að skoða frásögn Alþingistíðinda af umræðum um utanríkismál síðustu 40 árin, svo og með því að fletta upp ræðum forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra íslands um utanríkismál, bæði á íslandi og t. d. á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.2* Athygli vekur, að sumar ríkisstjórnir lýðveldistímabilsins hafa gefið út ítarlegar utanríkisstefnuyfírlýsingar en aðrar hafa látið sér nægja að segja aðeins að utanríkisstefnan sé óbreytt eða að nýja ríkisstjórnin fylgi óbreyttri utanríkisstefnu frá því sem fyrri ríkisstjórn hafi gert. Utanríkisstefnuyfir- lýsing ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem geíin var út 26. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.