Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 63

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 63
ANDVARI SIGURÐUR NORDAL, FRÆÐIMAÐUR OG SKÁLD 61 hennar og endurreisn, hann hélt erindi og ritaði margt og mikið um ís- lenska sögu og menntir, einkum þó um bókmenntirnar, allt frá fornöld til líðandi stundar. Bókin sem í öndverðu var samin á erlendu máli og ætluð útlendum lesöndum skyldi nú fyrst birtast á móðurmálinu, til að kenna ís- lendingum sjálfum að meta sögu sína og menningu. Margir hafa harmað að aldrei skyldi birtast nema fyrsta bindi þessa verks, en þó er það í raun- inni ekkert sorgarefni. tslenzk menning er eins og „ferðin sem aldrei var farin“ — nema þá nokkuð á leið. Hún birdst í öllum verkum Sigurðar Nordals, umhugsunin um efni hennar er það súrdeig sem sýrir allt það sem kom frá síkvikandi penna hans. í samræmi við sína ættjarðarást og þjóðlegu menntastefnu lagði Sigurður meginþunga á það að fornritin, bæði sögurnar og eddukvæðin, væru íslensk. í æsku átti hann í stríði við Norðmenn sem vildu eigna sér Snorra Sturluson, og þótt sigur ynnist að kalla í þeim átökum voru alltaf einhverjir sem vildu læsa klónum í dltekin verk. Þessar bókmenntir eru íslenskar, en ekki norrænar eða samnorrænar — og þaðan af síður samgermanskar. „Þótt skylt sé og sjálfsagt að geta erlendra áhrifa, eftir því sem unnt er, verður það einkum gert þar sem þau hafa orðið undirstaða frumlegrar nýbreytni,“ segir hann í forspjalli íslenzkrar menningar. Á síðustu áratugum hefur viðleitni fræðimanna, innlendra sem erlendra, mjög beinst að því að rekja uppruna íslenskra fornbókmennta, einkum sagnanna, til evrópskra miðaldarita og -menningar, einkum til kirkjulegra rita, en þó einnig til veraldlegra verka, svo sem hinna frönsku riddara- kvæða og riddarasagna. í þessari einstefnu vill þá gleymast eða vanrækjast að fjalla um hinn íslenska uppruna, sjálfar arfsagnirnar, og það frumlega framlag rithöfunda sem gefur sögunum snillilegt yfirbragð. Því er fagnað- ar efni að ungum kynslóðum gefst nú kostur á að lesa í heildar-útgáfu margvíslega umfjöllun Sigurðar um þetta efni. Nefni ég þá sérstaklega þau „hinstu brot“, fragmenta ultima, sem hann fékk sonum sínum og sem nú verða væntanlega prentuð í fyrsta sinn, en þar er einmitt fjallað um forn- sögurnar frá íslenskum sjónarhóli. Honum var umhugað um viðreisn og vegsemd þjóðar sinnar, enda þroskaður á þeim tíma þegar sjálfstæðisbaráttan var í algleymingi. Hann var alinn upp við gróna alþýðumenntun, þar sem undirstaðan voru fornar sögur og endurreisnarbókmenndr nítjándu aldar. Sjálfur vildi hann aftur á móti mennta þjóð sína, án manngreinarálits, vekja menn til hugsunar, brýna til dáða. Ritskýringar skyldu vera til gagns bæði lesöndum og bók- menntunum sjálfum, því skyldu þær vera ljósar og skilmerkilegar svo að „greind börn gætu skilið". Og þannig eru öll ritverk hans, viturleg og þó greinileg, umleikin birtu heiðríkjunnar. Þótt hann gerði sér ljósa grein fyrir samhengi bókmenntanna, stefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.