Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 82
80 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI íalisminn ynni sigur á tveim mestu þjáningum mannsins: hungri og stríði. En þegar eitt sósíalskt ríki ræðst á annað hrynja vonir hans. Vonin er þó megininntak ljóðsins, nóttin býr yfír fyrirheitum. Nóttin er ekki dauðinn heldur fyrirheit um nýjan dag. Ljóðið Ef til vill26) er áhrifaríkt ljóð, þar sem dregin er upp mynd af rjúpuunga, sem Snorri sá norður í Þingeyjarsýslu fastan á gaddavír. Hon- um tókst að losa hann af vírnum og bjarga honum þar með. Þessi atburður verður honum tilefni ljóðs. En ljóðið fjallar ekki aðeins um ungann heldur um krossfestingu Jesú og upprisu hans. Þessir tveir atburðir spinnast sam- an í Ijóðinu. Þar með verður atburðurinn fyrir norðan þýðingarmeiri og innihaldsríkari en ella. Og sömuleiðis krossfestingin, nálægð hennar verð- ur ótrúlega mikil svo að orð Thomasar frá Kempen, höfundar höfuðrits þjáningardulhyggjunnar27* koma upp í hugann: „Krossinn er alls staðar". Þetta ljóð fjallar ekki aðeins um þjáningu hins saklausa heldur einnig um vonina: „Og ef til vill fagnar hann/ upprisunótt. . Getsemanetema er að fínna í ljóðinu Ferðamaður 28). Það er eftirtektar- vert, að sami „andi“ svífur hér yfír vötnunum og í því ljóði sem hefur jóla- guðspjallið að bakgrunni: óvissa, ógn, angist og kröm. Ferðamaðurinn sem ljóðið fjallar um verður vitni að sálarstríði Jesú í grasgarðinum en hræðist og forðar sér á brott „út á veginn til Jeríkó". Snorri bendir mér á, að þetta kunni að hafa verið sami maðurinn og ráðist var á í sögunni um miskunn- sama Samverjann! 1 ljóðinu leynist því kaldhæðni sem lýkst þá aðeins upp ef menn skynja samspil tveggja biblíulegra minna. Annað ljóð og jafnframt eitt umræddasta ljóð Snorra, 7 garðinum29’, fjall- ar um Getsemane. Snorri grípur þar til mynda úr Opinberunarbók Jóhannesar og einnig úr Völuspá. í fyrsta vísuorðinu blandar hann þessu hvoru tveggja saman: „lævi“ úr Völuspá en „remmu“ úr Opinberunarbók- inni. Guðfræðilega skoðað virðist náðin oft verða Snorra tilefni ljóðs. Einnig mætti kalla þá lífsskynjun, sem hér er vikið að, hugboð um boðskap upp- risunnar án þess að sá boðskapur sé beinlínis nefndur á nafn nema einna helst í ljóðinu Ef til vill30). Hér er átt við óvænta lausn, sem opnast skáldinu í svipleiftri: „ . . óvænt líkn/ angráðu hjarta“ 31) eða í ljóðinu Fugl kom: „ . . Höndin er full/ með frið og þrótt“32). Vonin kemur óvænt og án alls til- verknaðar skáldsins. í ljóðinu Endurfundir 33) heyrist bergmál úr guðspjöllunum þegar Snorri yrkir um ljóðadísina, sem kemur til hans eftir langan aðskilnað og segir við skáldið: „Tak gleði þína drengur/ og gakk!“ Hér er greinilega gripið til biblíulegrar setningar í ákveðnum tilgangi. Setningin minnir á ýmsar lækn- ingafrásagnir Nýja testamentisins, vísar til lausnar, endursköpunar og vonar. Slíkar setningar eru afar algengar í rituðu máli og þjóna þar ýmsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.