Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 113

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 113
andvari SJÓNARHÓLL SÖGUMANNS 111 Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson og fleiri. Af þessum höfundum lagði Ólafur Jóhann einna mesta rækt við smásagna- gerð um skeið. Sögur hans eru einatt siðferðilegar dæmisögur, lýsa ein- staklingum andspænis heimi í upplausn. Því staldra ég hér við Ólaf Jóhann að hann tilheyrir þeirri kynslóð höf- unda sem næst fór á undan Indriða G. Þorsteinssyni. Aldursmunur þeirra er innan við tíu ár og uppruni áþekkur, báðir sveitamenn sem sogast ungir inn í hringiðu borgarlífs á umrótstímum. Báðir fjalla þeir í verkum sínum um umskiptin frá fátæku sveitasamfélagi yfir kreppu og stríðsár. Samt standa þeir augljóslega sinn hvoru megin skilanna og viðmiðanir þeirra að ýmsu mjög ólíkar, sem höfundar eru þeir líkt og af tveimur heimum. Ólafur Jóhann er mótaður af raunsæishefðinni. Sögur hans eru bornar uppi af félagslegum sjónarmiðum sem hann tileinkaði sér ungur þótt í innsta kjarna höfundarverksins sé hann raunar lýrískt skáld eins og best hefur komið í Ijós í seinni tíð. Siðferðilegar forsendur verka hans eru efa- lausar. Undirstöður hins fátæka samfélags svigna heldur en ekki þegar um- heimurinn gerir innreið sína í landið með stríði, hernámi og peninga- flóði. Þá reynast fáir hafa þrek til að standast flauminn. Yfirstéttin fellur fyrst, síðan sýkist verkalýðurinn. Stærsta skáldverk Ólafs Jóhanns, þrí- leikurinn af Páli Jónssyni blaðamanni, fjallar ítarlega um þetta tímabil. Því verki hef ég lýst nokkuð annars staðar og læt nægja að vísa til þess.9) Aftur á móti lýsir Indriði G. Þorsteinsson viðhorfum sínum á þessa leið: Ég hef alltaf séð eftir liðnum tíma og viljað hafa hann hjá mér. En ég hef komist að raun um að enginn kemst til baka. Maður er eins og útlagi í tíman- um. Sólin rís og hnígur hvort sem við viljum eða ekki. Sveitin hlaut að víkja fyrir bæjarsamfélagi. Það var óumflýjanleg þróun en ekki syndafall. Þrí- leikurinn sem ég kalla Tíma í lífí þjóðar byggist á þeirri staðreynd. Þannig deyr Ragnar í 79 af stöðinni af því að leiðin til baka er ekki fær.l0) Hvað ber hér á milli? Auðvitað gera allir sér ljóst að leiðin til baka er ekki fær. Hitt hefur verið ofarlega í hugum margra sem lifðu stríðsárin á næm- asta skeiði að líta á þjóðlífsbreydnguna í kjölfar hernáms sem syndafall. Þá er jafnan stutt í fegrun á fátæktarsamfélagi fyrri tíðar. í áðurnefndum þrí- leik Ólafs Jóhanns vakir undir niðri söknuður eftir heilu og tryggu samfé- lagi sem er horfíð, en því lýsti Ólafur einmitt á sínum tíma í Fjallinu og draumnum og Vorkaldrijörð. Þær sögur gerast í sveit um og upp úr aldamót- um, en vonleysið er álíka yfírþyrmandi í Landi og sonum Indriða sem gerist þrjátíu árum síðar. Það vonleysi birtist skýrast í arfí bóndans, skuld í kaup- félaginu. Samt er hinn siðferðilegi bakhjarl Páls Jónssonar fenginn í sveit- inni. Á sama hátt er sveitin í Þjófi í paradís, sögu Indriða, mannúðlegt sam- félag þar sem hið illa kemur inn eins og óskiljanlegt eyðingarafl, höggorm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.