Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 43
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
41
Steingrímur umboði sínu þann 21. desember. Var þá Geir Hall-
grímssyni veitt umboð til stjórnarmyndunar en þrátt fyrir ítarlegar
viðræður leiddu þær ekki til niðurstöðu og skilaði hann umboði sínu
til forseta 14. janúar 1980. Að því búnu snéri forseti sér til Alþýðu-
bandalagsins og síðan til Alþýðuflokksins en þær tilraunir reyndust
árangurslausar og skilaði formaður Alþýðuflokksins, Benedikt
Gröndal, stjórnarmyndunarumboði sínu 28. janúar. Þar með höfðu
allir flokksformennirnir freistað þess að mynda meirihlutastjórn í
fjórum lotum en án árangurs.
Næsta dag, 29. janúar, áttu ýmsir forystumenn Framsóknarflokks-
ins viðtöl við Gunnar, varaformann Sjálfstæðisflokksins, um þann
möguleika að Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðis-
flokkur stæðu saman að stjórnarmyndun þar sem sá möguleiki hefði
ekki verið fullkannaður. Eftir viðræður við forystumenn þessara
tveggja flokka óskaði Gunnar eftir fundi þann 1. febrúar í þing-
flokki Sjálfstæðismanna. Greindi hann þar frá viðræðum sínum og
fjallaði jafnframt um þau meginatriði sem hann taldi að gætu orðið
grundvöllur að slíku stjórnarsamstarfi. Bar hann síðan fram tillögu
um að þingflokkurinn samþykkti að taka upp stjórnarmyndunarvið-
ræður við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag með það fyrir aug-
um að þessir þrír flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn saman.
Þessi tillaga Gunnars fékk neikvæðar undirtektir í þingflokknum
og Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins taldi Gunnar
hafa spillt fyrir tilraunum sínum til stjórnarmyndunar og farið á bak
við sig og þingflokkinn með viðræðum sínum við forystumenn
hinna flokkanna tveggja undanfarna daga og jafnvel vikur. Sam-
þykkt var ályktun þingflokksins um að formanni flokksins væri falið
að vinna áfram að myndun ríkisstjórnar og kom tillaga Gunnars
ekki til atkvæða. Gunnar mótmælti þeirri hörðu gagnrýni sem fram
kom á viðræður hans við forystumenn hinna flokkana og segir um
það í endurminningum sínum:
„Ég gerði engar tilraunir til þess að spilla fyrir stjórnarmyndun
Geirs Hallgrímssonar eða til þess að reyna sjálfur að mynda stjórn á
meðan hann hafði umboð til þess. Sá möguleiki, sem ég kannaði og
kynnti þingflokki sjálfstæðismanna, kom ekki til sögunnar fyrr en
með samtölum framsóknarmanna við mig þriðjudaginn 29. janúar.
Og ég ítreka, að þá hafði Geir hafnað honum. Geir hélt þessu fram
í sjónvarpsþætti að kvöldi þess dags, sem ríkisstjórnin var mynduð.