Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 124

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 124
122 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI hann segir: „Það er því von að ófróðum fátæklingum, sem gremst að sjá suma lifa í sæld meðan þeir eiga sjálfir í mestu eymd, líki vel sameignar lær- dómurinn, því þeir græddu allt ef honum yrði framgengt en misstu ekkert; en síður treysta þeir hinum sem vilja gjöra þeim gott með því að fræða þá og bæta, því hjálp þeirra kemur ei og getur ei komið eins fljótt og áþreif- anlega og hinna, þó þeir í raun og sannleika séu þeirn langtum velvilj- aðri.“15 Þegar Gísli Brynjúlfsson lauk frásögn sinni af byltingunum í Evrópu á vordögum 1848 var kyrrt að kalla í Parísarborg. Að vísu bar á ólgu meðal verkamanna og öreigalýðs borgarinnar. í síðari árgangi Norðurfara er stuttlega skýrt frá verkamannauppreisninni sem hófst 23. júní og var barin niður af Cavaignac, en í þá frásögn vantar hrifninguna af byltingunni í febrúar og samúðin með verkamönnunum, sem biðu lægra hlut að lokum, er takmörkuð.16 í greininni um frelsishreyfíngarnar rekur hann sögu „sameignar lær- dómsins" allt frá dögum Forn-Grikkja, t. a. m. í bók Platons Um Stjórn, vík- ur að riti Thomas More Utopia og getur um Robert Owen, Saint-Simon og Charles Fourier.17 Eftir að Gísli lauk umfjölluninni um „sameiningar lærdóminn", hélt hann áfram með þessum orðum: „Vér höfum nú stuttlega getið hinna eig- inlegu sameignarmanna, sem ekkert þykir nýtt eins og það nú er, en vilja breyta öllu frá rótum. En auk þeirra eru líka aðrir, sem skemmra fara, og þó þeir vilji breyta miklu, samt sem áður eru svo skynsamir að þeir vilja ganga út frá því, sem er, og aðeins endurbæta það og fullkomna. Þessir menn hafa verið kallaðir Socialistes vegna þess að þeir æ eru að tala um að endurbæta mannfélagið og vilja gera það allt með því að láta menn taka sig saman og vinna í sameiningu í stærri og smærri félögum, en þó undir vernd þeirra laga, sem nú eru; vér viljum því kalla þá samlagsmenn eins og vér kölluðum hina sameignarmenn, ef menn á annað borð ei vilja halda hinu útlenda nafni.“18 Höfundur gerir grein fyrir helstu forvígismönnum þessarar stefnu í Frakklandi og nefnir til Louis Blanc og Proudhon og gerir grein fyrir sjón- armiðum þeirra. Dagbókin ber þess vitni að Gísli Brynjúlfsson hefir hugsað mikið um báðar þessar stefnur þegar hann las hinar nýju fréttir frá júní- byltingunni, en nú brá svo við hann verður eins og ráðvilltur þegar hann hugsar um mannkynið og spyr: „Hvað á úr því að verða? Eg vil flýja til fjalla úr þessum illa solli, . . . Eg var að hugsa um Commúnismus, og það mál er sannur vandi. Hvaða rétt á einn á að eiga betur en annar? Öngan, og því verður að drepa peningavaldið . . . og því finnst mér eg lenda í socíalismus, þar til eg finn annað betra“, skrifaði hann 8. júlí í dagbókina. Hinn 12. júlí las hann enn um atburðina í París og hugleiddi örlög Lam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.