Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 81
ANDVARI
„EF TIL VILL“
79
(„í auðninni hinztu / þar sem alltaf er kvöld/ rís múrinn svimhár og dimm-
ur/ við grátt loft/ það er starað á múrinn og spurt/ hvað er að baki . . “). Enn
fremur mætti nefna ljóðið Og trúðu þeir•23). Svipaðar tilfínningar sækja oft að
skáldinu: fallvaltleiki lífsins, vitundin um aldurinn, sem færist yfir, sumur,
sem hverfa hjá. Pað þarf ekki að koma á óvart að dauðinn verði Snorra oft
að yrkisefni. En hvergi er þess háttar angurværð mótuð af tómhyggju, jafn-
vel þótt svo megi oft virðast við fyrstu athugun. Hvergi gengur skáldið
lengra en að viðurkenna slíkar tilfinningar. Sá efi, sem ásækir skáldið
stundum er ekki efi um trúna heldur hinn róttæki efi um lífið sjálft.
Snorri hefur aldrei heillast af tilvistarstefnunni (existentíalismanum),
sem svo mjög hefur mótað skáld og aðra listamenn um miðja þessa öld.
Hann telur sig ekki vita um hvað existentíalistarnir eru að fjalla og hefur
aldrei lesið verk Sartres, eins helsta frumkvöðuls stefnunnar. Þó er erfitt að
neita því, að margt er áþekkt með Snorra og skáldum tilvistarstefnunnar:
ljóð hans fjalla um tilvist mannsins (eru „existential") og grundvallast á vit-
und um sorglega firringu innst inni í mannlegri tilvist, þar sem þráin verð-
ur þó ævinlega lífsharminum yfirsterkari.
Þá er það ljóðið Komnir eru dagarnir•24) sem kallar á athygli guðfræðings-
ins. Snorri minnist þess að gagnrýnandi einn hafi haldið því fram í ritdómi
að vonleysið væri hér algjört. Hann hafnar því, þótt hann viðurkenni, að
ljóðið hafi verið ort við aðstæður, sem boðið hefur upp á slíkt ljóð og þar
með slíkan ritdóm. Hér hefst Ijóðið á tilvitnun í Prédikarann í Gamla testa-
mentinu, fer svo út í söguna um Emmausfarana í guðspjöllunum og loks í
Opinberunarbók Jóhannesar. Snorri tjáir mér, að hann hafi þá nýlega lesið
Opinberunarbókina og skýringarrit við hana og heillast af. Lokahendingin
er úr frásögninni um Emmausfarana: „augu þeirra voru haldin". Er hér
ekki andhverfa innsæisins? (Orðið mystik er Ieitt af gríska orðinu myein, sem
merkir: ég loka augum.)
Jesúírnyndin, upprisan, náðin
Sá Jesús, sem við blasir í ljóðum Snorra - í öllum bókunum nema helst
þeirri fyrstu - er hinn þekkti jesúgervingur bókmenntanna á þessari öld:
hinn útskúfaði og fyrirlitni. Það er ímynd mannsins á öld tveggja heims-
styrjalda eða andspænis valdi og eyðileggingu. Það er hinn þjáði en jafn-
framt sanni maður: maðurinn, sem Snorra er hugleikinn. Á þeirri braut á
Snorri marga förunauta í heimi skálda á þessari öld.
I Ijóðinu Ég heyrði þau nálgast 25) grípur skáldið til jólaguðspjallsins og
dregur upp ógleymanlega mynd af foreldrum með barn sitt á flótta. Snorra
finnst þetta eitt fegursta ljóð sitt. Það var ort í tilefni af innrásinni í Ung-
verjaland, 1956, sem var í hans augum reiðarslag, þar sem allar vonir hans
um sósíalisma hrundu til grunna. Hann hafði alið þá von í brjósti, að sós-