Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 81

Andvari - 01.01.1986, Page 81
ANDVARI „EF TIL VILL“ 79 („í auðninni hinztu / þar sem alltaf er kvöld/ rís múrinn svimhár og dimm- ur/ við grátt loft/ það er starað á múrinn og spurt/ hvað er að baki . . “). Enn fremur mætti nefna ljóðið Og trúðu þeir•23). Svipaðar tilfínningar sækja oft að skáldinu: fallvaltleiki lífsins, vitundin um aldurinn, sem færist yfir, sumur, sem hverfa hjá. Pað þarf ekki að koma á óvart að dauðinn verði Snorra oft að yrkisefni. En hvergi er þess háttar angurværð mótuð af tómhyggju, jafn- vel þótt svo megi oft virðast við fyrstu athugun. Hvergi gengur skáldið lengra en að viðurkenna slíkar tilfinningar. Sá efi, sem ásækir skáldið stundum er ekki efi um trúna heldur hinn róttæki efi um lífið sjálft. Snorri hefur aldrei heillast af tilvistarstefnunni (existentíalismanum), sem svo mjög hefur mótað skáld og aðra listamenn um miðja þessa öld. Hann telur sig ekki vita um hvað existentíalistarnir eru að fjalla og hefur aldrei lesið verk Sartres, eins helsta frumkvöðuls stefnunnar. Þó er erfitt að neita því, að margt er áþekkt með Snorra og skáldum tilvistarstefnunnar: ljóð hans fjalla um tilvist mannsins (eru „existential") og grundvallast á vit- und um sorglega firringu innst inni í mannlegri tilvist, þar sem þráin verð- ur þó ævinlega lífsharminum yfirsterkari. Þá er það ljóðið Komnir eru dagarnir•24) sem kallar á athygli guðfræðings- ins. Snorri minnist þess að gagnrýnandi einn hafi haldið því fram í ritdómi að vonleysið væri hér algjört. Hann hafnar því, þótt hann viðurkenni, að ljóðið hafi verið ort við aðstæður, sem boðið hefur upp á slíkt ljóð og þar með slíkan ritdóm. Hér hefst Ijóðið á tilvitnun í Prédikarann í Gamla testa- mentinu, fer svo út í söguna um Emmausfarana í guðspjöllunum og loks í Opinberunarbók Jóhannesar. Snorri tjáir mér, að hann hafi þá nýlega lesið Opinberunarbókina og skýringarrit við hana og heillast af. Lokahendingin er úr frásögninni um Emmausfarana: „augu þeirra voru haldin". Er hér ekki andhverfa innsæisins? (Orðið mystik er Ieitt af gríska orðinu myein, sem merkir: ég loka augum.) Jesúírnyndin, upprisan, náðin Sá Jesús, sem við blasir í ljóðum Snorra - í öllum bókunum nema helst þeirri fyrstu - er hinn þekkti jesúgervingur bókmenntanna á þessari öld: hinn útskúfaði og fyrirlitni. Það er ímynd mannsins á öld tveggja heims- styrjalda eða andspænis valdi og eyðileggingu. Það er hinn þjáði en jafn- framt sanni maður: maðurinn, sem Snorra er hugleikinn. Á þeirri braut á Snorri marga förunauta í heimi skálda á þessari öld. I Ijóðinu Ég heyrði þau nálgast 25) grípur skáldið til jólaguðspjallsins og dregur upp ógleymanlega mynd af foreldrum með barn sitt á flótta. Snorra finnst þetta eitt fegursta ljóð sitt. Það var ort í tilefni af innrásinni í Ung- verjaland, 1956, sem var í hans augum reiðarslag, þar sem allar vonir hans um sósíalisma hrundu til grunna. Hann hafði alið þá von í brjósti, að sós-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.