Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 69

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 69
ANDVARI VIÐHORF SIGURÐAR NORDALS TIL MENNINGAR OG SÖGU 67 festu einstaklinganna.“l9) Því ef það er nú misskilningur að maðurinn velji raunverulega milli góðs og ills, þá er líka rangt að hann sé ábyrgur gerða sinna. Efnishyggjan sýnist Sigurði Nordal vera vísir að nýjum trúarbrögðum; vísinda- og framfaratrúnni. Björn Franzson var einhver helsti boðandi hennar á íslandi. í bók sinniEfnisheiminum ritar hann: „Vér getum auðvitað ekkert fullyrt um það, á hvern hátt framtíðarþróun mannkyns muni fara fram. En það má segja með mikilli vissu, að mannkynið á fyrir sér nær óhugsanlega stórkostlega framtíð.“20) Aðeins ári eftir að þessi spámannlegu orð birtust skall síðari heimsstyrjöldin á. Það eru skoðanir af þessu tagi sem Nordal hefur í huga þegar hann (í íslenzkri menningu) talar um þá tilhneig- ingu manna að Ieita „svikahælis í skýjaborgum“ og um það að vera „ginn- ingarfífl tilverunnar“.21) Til dæmis um það hvernig Nordal túlkar söguna, þegar hann rannsakar íslenska menningu, má taka skýringu hans á kristnitökunni. Það hefur ver- ið sagnfræðingum nokkur höfuðverkur af hverju íslendingar lögðu heið- inn sið niður svo til átakalaust. Erfitt er að koma auga á eitthvert lögmál þar að baki. Til að mynda lögðu Norðmenn á sig meiðingar og ófrið fremur en að taka kristni. Skýring Nordals á þessum viðburðum sver sig í ætt við bók- menntatúlkun og heimspeki. Hann leitar í forn skáldskaparverk með trú- arlegu og siðspekilegu innihaldi: Völuspá og Sonatorrek. Þar fmnur hann merki þess að hin gamla ásatrú hafi ekki lengur fullnægt einstaklingnum. Sigur kristninnar var: „ . . . auðunninn af því, að hann var lítill sigur.“22) Tilhneiginguna til eingyðistrúar, það er óðinstrúar, segir hann hafa komið fram þó nokkuð fyrir kristnitökuna. „Kristnitakan var fremur afsal ásatrú- ar en taka kristni.“23) Hann heldur því fram að hin raunsæja siðspeki, sem birtist okkur í óðinstrú Egils, hafi Iifað lengi í íslenskri hugsun: „Miðaldir íslands hefjast ekki, hvað sem ártölum líður, fyrr en þjóðin missir það þan- þol í hugsun, sem þarf til þess að dást að Óðinseðlinu . . ., baráttu góðs og ills í sama manni . . .“.24) Einnig greinir hann það sem hann nefnir „upp- reisn einstaklingsins“, sem komi fram í því að einstaklingurinn vilji losna úr viðjum múglyndis og að hann óttist ekki lengur mislynd goð.25) Þannig fínnur Nordal, í lífrænasta kjarna heiðninnar, þá siðahugsjón sem hann saknar mest í samtíðinni. Gott og illt eru ekki tóm hjátrú. Þau eru raunveruleg öfl sem takast á í hverri ákvörðun í lífí einstaklings og þjóðar. Að nota einhverja reikningsaðferð eða lausn til að þurfa ekki að taka þátt í þessum átökum ber vott um andlegan doða; skort á einurð til að endur- meta í dag þær reglur sem þóttu sjálfgefnar í gær. En þessi hetjulega lífsskoðun á við ramman reip að draga. Falsspámenn samtímans klæðast kuflum stjórnmálamanna, trúboða og vísindamanna og freista með óteljandi „lausnum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.