Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 98
96 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANÐVARI Sjálfstæði hans, einræni og landnámshugur er og sömu ættar. Honum kippir í kynið til forfeðranna sem vér erum svo hreyknir af, einmitt vegna þess, að þeir fóru hver sinnar leiðar — voru landnámsmenn og sjálfseignar- menn. (Myndir 1, 1925, 68) Bjartur minnir vissulega á hetjur íslendingasagna eða goðsöguna um þær. En önnur goðsaga hefur ekki síður sett mark sitt á Bjart í Sumarhús- um. í Úngur eg var ræðir Halldór tildrög þess að hann skrifaði Sjálfstætt fólk og getur þess þar hve mikil áhrif stytta Einars Jónssonar af Utlaganum eða Útilegumanninum hafði á hann sem barn. í „Útilegumanninum", grein frá 1943, segir Halldór: „Kjarni íslensks harmleiks, örlög einbúans, birtist í Útilegumanninum á jafn veglegan hátt og í ýmsum bestu skáldverkum ís- lenskum í rituðu máli, t. d. Grettissögu og Fjallaeyvindi.“ (Sjálfsagðir hlutir, 3. útg. 201-202) Kápumyndin á frumútgáfu Sjálfstœðs fólks er teikning af þessari styttu Einars, Útilegumanninum, og gerði hana Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Bjartur minnir einkum á Útilegumanninn þar sem hann ber Ástu Sóllilju á leið að nýjum bústað í sögulok. En hann er raunar alla tíð útlagi allt frá upphafi sögunnar. í bréfi til ensks forleggjara 4) skrifaði Halldór árið 1937 að Bjartur væri þegar allt kæmi til alls einmitt útlagi. í túlkun Alexanders Jóhannessonar í fyrirlestri frá 1919 var útlagi Einars ekki fyrst og fremst sá hrakti og brottræki, heldur táknar hann að sögn Alexanders fremur „útlagann í listum, einferðamanninn í óbygðum list- anna, er loks eignast fagurt afkvæmi eftir margra ára leit og erfiði“ (And- vaka 1919, 137). Halldór Laxness lét svipuð orð falla um nauðsyn þess að listamaðurinn fari eigin leiðir „út í sjaldgæfíð“ í grein árið 1926, og vísaði þar til Nietzsche (Lesbók Mbl. 15/8. 1926). Útlaginn var fyrst og fremst ein- staklingshyggjumaður í hugum margra, og hafi hið sama gilt um Halldór Laxness virðist þar komin upp skemmtileg þversögn við þá staðreynd að Sjálfstæðu fólki er ekki síst beint gegn einstaklingshyggjunni. Það er þýðingarmikið atriði í Sjálfstæðu fólki að hetjan er ekki einföld né hetjuskapur hennar yfirborðslegur. Halldór virðist meðal annars ætla sér að sýna fánýti þess að vera hetja í þágu vonds málstaðar. Og um leið birtist sú hugsun í sögunni að vald sé ekki dyggð, að hið mjúka sigri hið harða, eins og segir í Bókinni um veginn, enda eru Hallbera og Nonni litli í Sjálf- stæðu fólki miklu fremur hetjur en Ingólfur Arnarson Jónsson, Hallbera sakir dyggðar sinnar og Nonni sakir þess að hann er söguhetja, hann er spegill hins skrifandi sjálfs í bókinni, eins og gesturinn í túni Bjarts er reyndar líka. Maður getur kannski sagt til einföldunar að í sögunni séu fjórar hetjur: Ingólfur Arnarson Jónsson sé hetja sakir valds, Bjartur sé hetja sakir tryggðar við vondan málstað, og Nonni sé hetja sem söguhetja — eða réttara sagt höfundarhetja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.