Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 170
168
GILS GUÐMUNDSSÖN
ANDVARI
Ekki reyni ég að rýna eftir því, hvenær sá sundurgerðarmaður var uppi með
íslenzkri þjóð, sem gerði móðurmáli sínu það til óþurftar að þykjast þýða patríót
á íslenzku og kalla föðurlandsvin, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið patríót
nema tilgerðina. Orðið patríót fer vel í málinu og beygist eins og idíót.
Þannig má rekja þessa fáfengilegu tilgerðarrollur aftur og fram um gervalla
ævi tungunnar, og má vera átakanlegt fyrir þá, sem smekkinn hafa fyrir tilgerð-
arleysinu, enda skal hér brotið í blað.
6
Sá Vilmundur sem ég kynntist við borð þeirra Árna Pálssonar í Ingólfs-
kaffi kemur ef til vill einna skýrast fram í bréfunum í þessu nýja ritsafni.
Ætla ég að blaða í þeim nokkru nánar og freista þess að miðla lesendum
Andvara einhverju af andblæ þeirra.
Lítum fyrst í langt bréf til frænda Vilmundar og vinar, Guðbrands
Magnússonar, síðar forstjóra. Pað er skrifað í desember 1914. Það er í átján
köflum og kemur frásagnagáfa Vilmundar hér skýrt fram.
Einn kaflinn er á þessa leið:
Lítil saga um mannlega náttúru. Stúlka er hér í bænum og býr með móður
sinni. Hún hló ýmist eða grét eins og aðrar stúlkur. Hún gekk út og inn um hús-
ið eins og aðrar stúlkur. Hún fór á Bíó og Gúttó eins og aðrar stúlkur. Stúlkunni
þótti vænt um móður sína. Það er ekki í frásögu færandi. Móðurinni þótti líka
vænt um dóttur sína. Það er heldur ekki í frásögur færandi. Móðirin hélt yfír-
leitt, að ekki væru á hverju strái penari og skikkanlegri stúlkur en hún dótdr
hennar. Hún hafði enga ástæðu til að halda annað. Hér á dögunum var stúlkan
alveg eins og hún átti að sér að vera. Ekki gat hún fundið annað. Og ef móðir
hennar hefði verið spurð að því, hvort nokkuð væri að henni dóttur hennar, þá
hefði gamla konan bara hlegið og ekki skilið neitt í spurningunni. En það var
enginn, sem spurði. Það gat heldur enginn spurt svona heimskulega. Það sá eng-
inn neina ástæðu til þess. En hvað um það. í fyrradag bar gamla konan dóttur
sinni morgunkaffíð, eins og venjulegt var. Þá rís dóttirin upp við olboga, óvenju-
föl og óvenju vel vakandi um þetta leyti dags, og segir: „Elsku góða mamma mín,
þú mátt ekki verða vond við mig, ég er búin að eiga barn.“ — Barnunginn var
spriklandi undir sænginni og óskilið á milli. Nú er ég mest að hugsa um það,
hvort nokkuð hafi farið niður úr kaffibollanum.
Þórbergur Þórðarson kemur lítið eitt við sögu í þessu langa bréfi. Þeir
Vilmundur höfðu kynnst þrem árum áður:
Ég fæ annars góða gesti í kvöld. Nú þegar Billi er farinn, kemur Þórbergur.
Hann kemur sjaldan. Nú les hann kvæði eftir sig. Það er gott eins og öll kvæðin
hans, síðan hann hætti að yrkja í alvöru. Hann situr hérna hinum megin við
borðið. Hann beygir sig, en ég sé ekki, hvað hann er að bogra. Hann réttir úr