Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 90

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 90
88 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI sá að Hildur er móðurlaus prestsdóttir og elst upp hjá strangri stjúpu, en Siggi, fósturbróðir Hildar, gerir henni lífíð léttara á ýmsan hátt. Hann verður skotinn í henni, en Hildur vill þá heldur uppskafning úr höfuð- staðnum, og kemur á daginn að sá er illmenni, en hún sleppur naumlega frá honum. Hildur snýr að svo búnu aftur í sveitina, og svo ná þau saman uppeldissystkinin á síðustu blaðsíðu og trúlofast. Hildur velur sér mann vegna bændahugsjónarinnar, rétt eins og þær ísól og Rauðsmýrarmaddaman. ísól og Hildur minna um margt á Huldu í Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness, því allar eru þær móðurlausar, ríkar, óstýrilátar og hafa gaman af náttúrunni og því að spretta úr spori á hestbaki, og þær lenda allar í hjónabandi með skylduræknu góðmenni sem er bóndi að hugsjón og atvinnu. Hins vegar fer Hulda aldrei út í heim að menntast sem þær gera hinar tvær. Ein meginhugmyndin í þessum sögum er að hollt sé heima hvað, að menn eigi ekki að leita langt yfir skammt og þá síst sveitamenn í leit að lífsfyllingu. Á það má loks benda að þessar föngulegu heimasætur eru allar einbirni og því einkaerfmgjar hver að sinni jörð. Sama gildir um söguhetjurnar í hugljúfum bændarómönum efdr Björnstjerne Björnson (Arne og Synnöve Solbakken) sem höfðu vafalaust tals- verð áhrif á íslenskar sveitasælusögur. Ein er sú bók íslensk sem öðrum fremur er nefnd til samanburðar við Sjálfstœtt fólk, og það er Sturla í Vogum eftir Guðmund G. Hagalín. Ekki virðist síður líklegt að sú bók hafi verið hugsuð sem andsvar við sögu Hall- dórs en Dalafólk. Ýmsir hældu bókinni og áttu það flestir sammerkt að vera andvígir sósíalistum og þá Halldóri Laxness. Kristinn E. Andrésson segir að Ólafur Thors hafí ílutt þennan boðskap í útvarpi 1. desember árið 1938: „í hinni meistaralegu skáldsögu, Sturlu í Vogum, er íslendingum opnuð lind, sem þeim er hollt að bergja af, sem fyrst og sem mest. Þar streymir fram hinn sanni og ómengaði fullveldismjöður."2' í stuttu máli gengur þessi saga út á að fátækur vinnumaður, Sturla að nafni, kaupir jörðina Voga, þar sem hann hefur unnið í mörg ár. Sturla verður fyrir þungum búsifjum en lætur hvergi deigan síga. Hann er ein- staklingshyggjumaður og leitar ekki hjálpar hjá öðrum að nauðsynjalausu. Og hann er orðinn ríkur í sögulok. Á næsta bæ við Voga heitir að Neshólum og fólkið þar er ljótt, latt og leiðinlegt og reynir að spilla hamingju Vogamanna; sú viðleitni nær há- marki þegar Magnús á Neshólum ætlar að nauðga konu Sturlu í hlöðunni á Vogum, en þá bregður hún á það ráð að sleppa mannýgu nauti á hann með þeirri afleiðingu að hrakmennið lætur lífið, og konan hleypur út í nótdna skelfingu lostin og deyr líka. Sturla er beygður eftir þetta áfall en nær sér þó von bráðar. Á honum er orðin nokkur breydng. Fram til þessa hafði hann haft eina lífsreglu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.