Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 90
88
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
sá að Hildur er móðurlaus prestsdóttir og elst upp hjá strangri stjúpu, en
Siggi, fósturbróðir Hildar, gerir henni lífíð léttara á ýmsan hátt. Hann
verður skotinn í henni, en Hildur vill þá heldur uppskafning úr höfuð-
staðnum, og kemur á daginn að sá er illmenni, en hún sleppur naumlega
frá honum. Hildur snýr að svo búnu aftur í sveitina, og svo ná þau saman
uppeldissystkinin á síðustu blaðsíðu og trúlofast.
Hildur velur sér mann vegna bændahugsjónarinnar, rétt eins og þær ísól
og Rauðsmýrarmaddaman. ísól og Hildur minna um margt á Huldu í
Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness, því allar eru þær móðurlausar,
ríkar, óstýrilátar og hafa gaman af náttúrunni og því að spretta úr spori á
hestbaki, og þær lenda allar í hjónabandi með skylduræknu góðmenni sem
er bóndi að hugsjón og atvinnu. Hins vegar fer Hulda aldrei út í heim að
menntast sem þær gera hinar tvær. Ein meginhugmyndin í þessum sögum
er að hollt sé heima hvað, að menn eigi ekki að leita langt yfir skammt og
þá síst sveitamenn í leit að lífsfyllingu. Á það má loks benda að þessar
föngulegu heimasætur eru allar einbirni og því einkaerfmgjar hver að sinni
jörð. Sama gildir um söguhetjurnar í hugljúfum bændarómönum efdr
Björnstjerne Björnson (Arne og Synnöve Solbakken) sem höfðu vafalaust tals-
verð áhrif á íslenskar sveitasælusögur.
Ein er sú bók íslensk sem öðrum fremur er nefnd til samanburðar við
Sjálfstœtt fólk, og það er Sturla í Vogum eftir Guðmund G. Hagalín. Ekki
virðist síður líklegt að sú bók hafi verið hugsuð sem andsvar við sögu Hall-
dórs en Dalafólk. Ýmsir hældu bókinni og áttu það flestir sammerkt að vera
andvígir sósíalistum og þá Halldóri Laxness. Kristinn E. Andrésson segir
að Ólafur Thors hafí ílutt þennan boðskap í útvarpi 1. desember árið 1938:
„í hinni meistaralegu skáldsögu, Sturlu í Vogum, er íslendingum opnuð
lind, sem þeim er hollt að bergja af, sem fyrst og sem mest. Þar streymir fram
hinn sanni og ómengaði fullveldismjöður."2'
í stuttu máli gengur þessi saga út á að fátækur vinnumaður, Sturla að
nafni, kaupir jörðina Voga, þar sem hann hefur unnið í mörg ár. Sturla
verður fyrir þungum búsifjum en lætur hvergi deigan síga. Hann er ein-
staklingshyggjumaður og leitar ekki hjálpar hjá öðrum að nauðsynjalausu.
Og hann er orðinn ríkur í sögulok.
Á næsta bæ við Voga heitir að Neshólum og fólkið þar er ljótt, latt og
leiðinlegt og reynir að spilla hamingju Vogamanna; sú viðleitni nær há-
marki þegar Magnús á Neshólum ætlar að nauðga konu Sturlu í hlöðunni
á Vogum, en þá bregður hún á það ráð að sleppa mannýgu nauti á hann
með þeirri afleiðingu að hrakmennið lætur lífið, og konan hleypur út í
nótdna skelfingu lostin og deyr líka. Sturla er beygður eftir þetta áfall en
nær sér þó von bráðar. Á honum er orðin nokkur breydng. Fram til þessa
hafði hann haft eina lífsreglu: