Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 147
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ISLANDS
145
Þau eru:
1. Sögu- og menningararfur, reynsla, kynþáttur og trúarbrögð þjóðarinnar.
2. íbúafjöldi ríkis.
3. Landfrceðileg lega ríkis.
4. Hernaðarlegir öryggishagsmunir annarra ríkja í landfræðilegu nágrenni.
5. Stjórnskiþulegar hefðir og pólitískar hugsjónir íbúa ríkisins.
6. Efnahagsleg landafrœði, sem mótar framleiðslugetu ríkisins.
7. Hagsmunir á sviði utanríkisviðskipta.
8. Utanríkisstefnuvilji meirihluta íbúa þar sem lýðræðisskipulag ríkir, en
vilji valdhafanna þar sem ríkir flokksræði eða hernaðarlegt ofríki eða
einræði.
Með því að skoða hvert þessara atriða fyrir sig og greina, hvernig þau
snúa að íslandi og hagsmunum íslensku þjóðarinnar má sjá, að hve miklu
leyti íslensk utanríkisstefna verður til vegna ytri aðstæðna. Kemur þá
einnig í ljós, hversu mikið eða lítið valfrelsi einstakir stjórnmálamenn hafa
í raun við mótun alhliða utanríkisstefnu vegna ofurvægis hlutlægra atriða
eins og t. d. landfræðilegrar legu ríkisins, pólitískra og menningarlegra
erfðavenja, sögulegs samhengis og utanríkisstefnuvilja meirihluta þjóðar-
innar. — Skoðum nú þessi átta boð nokkru nánar.
1. Boð samhengis í sögulegum og menningarlegum arfi þjóðarinnar
Sérhver þjóð verður fyrir áhrifum af sögu sinni, menningararfi, kyn-
þáttalegri samsetningu og trúarbragðahefð. íslendingar eru ein þjóð af
sama kynstofni, svo þjóðin á ekki við nein kynþáttavandamál að stríða.
Sama má segja um trúarbrögðin. Við eigum svo að segja óskipta trúar-
bragðahefð. Yfír 95% þjóðarinnar eru lúterstrúar og meginþorri fímm
prósentanna kristnir. Við eigum því ekki við nein trúarbragðavandamál að
stríða eins og t. d. írar og íbúar Líbanon.
Landnámsmenn íslands komu að mestu frá Noregi á 9. og 10. öld. Árið
1262 gekk þjóðin Noregskonungi á hönd. Síðar, eða frá 1380, lutum við
dönskum konungum. Norskir og danskir konungar voru því konungar ís-
lands í um það bil sjö aldir. Af þessu leiðir að saga íslands og menning er
að miklu leyti samfléttuð sögu og menningu Norðurlandaþjóðanna. Þess
vegna hafa íslendingar haft mjög náin tengsl við þessar þjóðir.
Þessi sameiginlega saga og menningarerfð hefur leitt til þess, að Norður-
löndin fimm mynda eðlilegan samvinnuhóp fullvalda og sjálfstæðra ríkja,
sem hafa lík viðhorf í alþjóðamálum vegna landfræðilegs nágrennis þeirra,
sameiginlegra menningar- og sögulegra erfða, og sameiginlegra hagsmuna
í alþjóðasamskiptum.
10