Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 147

Andvari - 01.01.1986, Page 147
ANDVARI UTANRÍKISSTEFNA ISLANDS 145 Þau eru: 1. Sögu- og menningararfur, reynsla, kynþáttur og trúarbrögð þjóðarinnar. 2. íbúafjöldi ríkis. 3. Landfrceðileg lega ríkis. 4. Hernaðarlegir öryggishagsmunir annarra ríkja í landfræðilegu nágrenni. 5. Stjórnskiþulegar hefðir og pólitískar hugsjónir íbúa ríkisins. 6. Efnahagsleg landafrœði, sem mótar framleiðslugetu ríkisins. 7. Hagsmunir á sviði utanríkisviðskipta. 8. Utanríkisstefnuvilji meirihluta íbúa þar sem lýðræðisskipulag ríkir, en vilji valdhafanna þar sem ríkir flokksræði eða hernaðarlegt ofríki eða einræði. Með því að skoða hvert þessara atriða fyrir sig og greina, hvernig þau snúa að íslandi og hagsmunum íslensku þjóðarinnar má sjá, að hve miklu leyti íslensk utanríkisstefna verður til vegna ytri aðstæðna. Kemur þá einnig í ljós, hversu mikið eða lítið valfrelsi einstakir stjórnmálamenn hafa í raun við mótun alhliða utanríkisstefnu vegna ofurvægis hlutlægra atriða eins og t. d. landfræðilegrar legu ríkisins, pólitískra og menningarlegra erfðavenja, sögulegs samhengis og utanríkisstefnuvilja meirihluta þjóðar- innar. — Skoðum nú þessi átta boð nokkru nánar. 1. Boð samhengis í sögulegum og menningarlegum arfi þjóðarinnar Sérhver þjóð verður fyrir áhrifum af sögu sinni, menningararfi, kyn- þáttalegri samsetningu og trúarbragðahefð. íslendingar eru ein þjóð af sama kynstofni, svo þjóðin á ekki við nein kynþáttavandamál að stríða. Sama má segja um trúarbrögðin. Við eigum svo að segja óskipta trúar- bragðahefð. Yfír 95% þjóðarinnar eru lúterstrúar og meginþorri fímm prósentanna kristnir. Við eigum því ekki við nein trúarbragðavandamál að stríða eins og t. d. írar og íbúar Líbanon. Landnámsmenn íslands komu að mestu frá Noregi á 9. og 10. öld. Árið 1262 gekk þjóðin Noregskonungi á hönd. Síðar, eða frá 1380, lutum við dönskum konungum. Norskir og danskir konungar voru því konungar ís- lands í um það bil sjö aldir. Af þessu leiðir að saga íslands og menning er að miklu leyti samfléttuð sögu og menningu Norðurlandaþjóðanna. Þess vegna hafa íslendingar haft mjög náin tengsl við þessar þjóðir. Þessi sameiginlega saga og menningarerfð hefur leitt til þess, að Norður- löndin fimm mynda eðlilegan samvinnuhóp fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem hafa lík viðhorf í alþjóðamálum vegna landfræðilegs nágrennis þeirra, sameiginlegra menningar- og sögulegra erfða, og sameiginlegra hagsmuna í alþjóðasamskiptum. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.