Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 88
86
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
í garð þéttbýlismyndunar. Mér virðist að í sárafáum sveitasögum sé henni
fagnað, og fáar sjávarplássasögur (og Reykjavíkursögur) þekki ég þar sem
þéttbýlismyndunin er hörmuð.
Þegar vikið er að Halldóri Laxness í framhaldi af þessu má benda á eftir-
farandi: í fyrsta lagi var hann atvinnumaður og víðlesnari en flestir aðrir
íslendingar sem stunduðu skáldskap. í öðru lagi fetaði hann ekki í fótspor
þeirra atvinnuhöfunda íslenskra sem sömdu fyrir erlendan markað á er-
lendu máli, og hann skrifaði ekki sögulegar skáldsögur á árunum milli
stríða sem þeir gerðu. í þriðja lagi má segja að þótt Halldór beiti raunsæ-
islegu sagnaformi á fjórða áratugnum, þá dýpkar hann það og víkkar með
ýmsum hætti. Hann styðst við ítarlega útfærða þjóðfélagsmynd og stjórn-
málakenningar, hann bregður fyrir sig sálgreiningu, og allar skáldsögur
hans á þessum árum vitna um feikimikla heimildaöflun. Þetta birtist jafnt
í orðfærinu og hugmyndum hans um viðfangsefnið. í fjórða lagi má geta
þess varðandi sögusvið í sögum Halldórs að hann tók tvö helstu svið ís-
lensks sagnaskáldskapar til skipulegrar rannsóknar. Hann kannaði sjávar-
plássið í Sölku Völku, og hann gerði úttekt á sveitunum í Sjálfstœðu fólki.
Halldór tók ekki afstöðu með plássum móti sveitum eða öfugt. En hann var
talsmaður menningar og véltækni nútímans og að því leyti var hann ódeig-
ur opingáttarmaður allt fram á fímmta áratuginn.
Sveitasælusögur
Ýmsar sögur voru skrifaðar á árunum milli stríða þar sem lýst er búhokri
og basli líkt og í Sjálfstæðu fólki. En hér kýs ég fremur að ræða um þann
flokk sagna frá þessum árum sem kalla má sveitasælusögur. í þeim er
sveitalífið dásamað og þá oft á kostnað borgalífs og nútímamenningar. Ást-
in er oft eitt helsta efni þeirra, og tíðum er lögð meiri áhersla á sálarlíf per-
sónanna en félagslíf- stundum grunnt á væmni. Annað áberandi einkenni
sumra sagnanna í þessum flokki er að þær gerast ekki aðeins meðal bænda,
heldur nánar tiltekið vel efnaðra bænda. Höfundar slíkra sagna þekktu
sveitalífíð af eigin raun úr æsku.
Sveitasælusögurnar eru í mörgu andstæða Sjálfstœðs fólks. í því verki er
afstaðan til nútímamenningar í meginatriðum jákvæð. Rauðsmýrarmadd-
aman er undir áhrifum frá Björnstjerne Björnson, hún dásamar sveitalífið
en fær háðulega meðferð. Höfundur forðast væmni, aðalpersónan er fá-
tækur bóndi en ekki efnaður, og félagslegum málefnum er gert hátt undir
höfði í sögunni. Mærð sveitasæluhöfunda um starf bóndans verður að
skoða í ljósi þess að landbúnaðurinn átti í vök að verjast í samkeppni við
fiskvinnsluna hérlendis, eins og dreifbýlið yfirleitt í samkeppni við þéttbýl-