Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 88

Andvari - 01.01.1986, Side 88
86 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI í garð þéttbýlismyndunar. Mér virðist að í sárafáum sveitasögum sé henni fagnað, og fáar sjávarplássasögur (og Reykjavíkursögur) þekki ég þar sem þéttbýlismyndunin er hörmuð. Þegar vikið er að Halldóri Laxness í framhaldi af þessu má benda á eftir- farandi: í fyrsta lagi var hann atvinnumaður og víðlesnari en flestir aðrir íslendingar sem stunduðu skáldskap. í öðru lagi fetaði hann ekki í fótspor þeirra atvinnuhöfunda íslenskra sem sömdu fyrir erlendan markað á er- lendu máli, og hann skrifaði ekki sögulegar skáldsögur á árunum milli stríða sem þeir gerðu. í þriðja lagi má segja að þótt Halldór beiti raunsæ- islegu sagnaformi á fjórða áratugnum, þá dýpkar hann það og víkkar með ýmsum hætti. Hann styðst við ítarlega útfærða þjóðfélagsmynd og stjórn- málakenningar, hann bregður fyrir sig sálgreiningu, og allar skáldsögur hans á þessum árum vitna um feikimikla heimildaöflun. Þetta birtist jafnt í orðfærinu og hugmyndum hans um viðfangsefnið. í fjórða lagi má geta þess varðandi sögusvið í sögum Halldórs að hann tók tvö helstu svið ís- lensks sagnaskáldskapar til skipulegrar rannsóknar. Hann kannaði sjávar- plássið í Sölku Völku, og hann gerði úttekt á sveitunum í Sjálfstœðu fólki. Halldór tók ekki afstöðu með plássum móti sveitum eða öfugt. En hann var talsmaður menningar og véltækni nútímans og að því leyti var hann ódeig- ur opingáttarmaður allt fram á fímmta áratuginn. Sveitasælusögur Ýmsar sögur voru skrifaðar á árunum milli stríða þar sem lýst er búhokri og basli líkt og í Sjálfstæðu fólki. En hér kýs ég fremur að ræða um þann flokk sagna frá þessum árum sem kalla má sveitasælusögur. í þeim er sveitalífið dásamað og þá oft á kostnað borgalífs og nútímamenningar. Ást- in er oft eitt helsta efni þeirra, og tíðum er lögð meiri áhersla á sálarlíf per- sónanna en félagslíf- stundum grunnt á væmni. Annað áberandi einkenni sumra sagnanna í þessum flokki er að þær gerast ekki aðeins meðal bænda, heldur nánar tiltekið vel efnaðra bænda. Höfundar slíkra sagna þekktu sveitalífíð af eigin raun úr æsku. Sveitasælusögurnar eru í mörgu andstæða Sjálfstœðs fólks. í því verki er afstaðan til nútímamenningar í meginatriðum jákvæð. Rauðsmýrarmadd- aman er undir áhrifum frá Björnstjerne Björnson, hún dásamar sveitalífið en fær háðulega meðferð. Höfundur forðast væmni, aðalpersónan er fá- tækur bóndi en ekki efnaður, og félagslegum málefnum er gert hátt undir höfði í sögunni. Mærð sveitasæluhöfunda um starf bóndans verður að skoða í ljósi þess að landbúnaðurinn átti í vök að verjast í samkeppni við fiskvinnsluna hérlendis, eins og dreifbýlið yfirleitt í samkeppni við þéttbýl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.