Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 50
48
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
Skapgerð Gunnars var öguð og hann var dulur maður, þótt eng-
inn væri glaðari í vinahópi en hann. Grundvallarþættirnir í lífsskoð-
un hans voru trúin á gildi frelsisins í lífi einstaklings og þjóðar, trúin
á manngildið og samhugur og samhjálp við þá sem minna máttu sín.
í lífi sínu hafði hann sjálfur frelsið að leiðarljósi, frelsið til þess að
móta sér sjálfstæðar skoðanir og fylgja þeim eftir svo sem samviskan
bauð. Af því leiddi að oftar en einu sinni var hann á öndverðum
meiði við samferðamenn sína og mátti þola kaldan mótbyr. Því verði
vildi hann gjalda það að fylgja fram sannfæringu sinni og trú á þann
málstað sem hann vissi réttastan.
Svo er stundum mælt að stjórnmál séu list hins mögulega. Á því
sviði bar Gunnar af flestum sínum samtíðarmönnum. Fáir kunnu
betur að laða saman ólíka einstaklinga til sameiginlegra verka, blása
þeim bjartsýni í brjóst og trú á verkefni framtíðar. Sjálfur var hann
hamhleypa til verka og undir rólegu og fáguðu yfirbragði leyndist
einurð og harðfylgi sem mörgum urðu ekki ljós fyrr en á síðasta
aldursskeiði hans. Hann var gæddur þeirri gáfu að kunna að skilja
hismið frá kjarnanum og jafnframt að sætta ólík sjónarmið, þegar
þess var mest þörf. Ekki síst reyndi á þessa hæfileika á síðustu ríkis-
stjórnarárum hans, en þá virtist rósemi hans og sálarró aukast eftir
því sem orrahríðin magnaðist.
En Gunnar var ekki einungis gæddur innsæi listamannsins á sviði
stjórnmálanna. í lífi sínu öllu var hann fagurkeri sem sótti þrótt og
endurnýjun frá amstri dægranna í lindir íslenskrar tungu, sögu og
bókmennta. Einna mest dálæti hafði hann þó frá unga aldri á tón-
listargyðjunni og var gæddur ríkri tónlistargáfu. Hann lék á píanó
og orgel þegar næði gafst og eigin tónsmíðar á góðum stundum.
Fannst honum góð hvíld að setjast við hljóðfærið eftir annríki
dagsins. Rætt hafði verið við hann um að gefin yrði út hljómplata
með hans eigin tónsmíðum. Var það síðasta verkefni hans að vinna
að þeirri útgáfu, velja flytjendur, ræða við þá um túlkun laganna og
vinna með útsetjurum. Kom hljómplatan út eftir lát hans fyrir jólin
1983.
í einkalífi sínu var Gunnar mikill gæfumaður. Ungur kvæntist
hann Völu Ásgeirsdóttur, hinni glæsilegustu og gjörvulegustu konu,
sem var honum prýðilega samboðin á alla lund. Hún bjó honum og
börnum þeirra ljórum hið fegursta heimili og stóð með sóma við hlið
hans í skini og skúrum í nær hálfrar aldar samfylgd. Hvarvetna sem