Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 122

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 122
120 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI í Norðurfara eftir skáld sem ortu á enska tungu og óbundið mál er þýtt úr sama máli. Nýþýsku veikluninni var haldið utan dyra í Norðurfara hvað þýðingar varðar. Frumkveðin kvæði í Norðurfara voru eftir Benedikt Gröndal (3), Jón Thoroddsen (22), Gísla Brynjúlfsson (16), Jón Jónsson Norðmann (3) og Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum (1). Eins og áður greinir eru aðeins þrjú kvæði þýdd í Norðurfara. Benedikt Gröndal þýddi kvæði Hórasar, Gísli Bryryúlfsson Burns og Byron. Þegar til óbundna málsins kemur er meginefni Norðurfara um febrúarbyltinguna og þá atburði sem fylgdu í kjölfar hennar í Norðurálfunni. Höfuðritgerðin í fyrri árganginum ber einmitt heitið Frá Norðurálfunni 1848 þar sem höfundurinn gerir grein fyrir orsökum byltingarinnar og áhrifum hennar fram á vorið 1848, og við það heygarðshorn hélt hann sig, því að í síðari ár- ganginum er viðamesta greinin Frelsishreyfmgarnar meðal þjóðanna. Hún skiptist raunar í tvo ólíka höfuðþætti: Frá þjóðum og stjórnarháttum eink- um í Norðurálfunni og Yfirlit yfir helstu viðburði í Norðurálfunni og ástand hennar MCCCXLIX. Dagbók í Höfn gefur lesandanum innsýn í það hvað víða Gísli Brynjúlfs- son leitaði fanga, og í greinunum má sjá hvernig hann vinnur úr því efni sem hann les. Afstaða hans er mjög eindregin gegn kúgun og misrétti. Bar- átta þjóða og þjóðabrota fyrir frelsi og jafnrétti á hug hans allan. Dagbókin vitnar nær því daglega um að Gísli Brynjúlfsson er svarinn andstæðingur einræðis og kúgunar og boðberi mál- og skoðanafrelsis. Sverrir Kristjánsson kemst svo að orði um Norðurfara: „Af þeim ritum, sem íslendingar áttu völ á árunum 1848—49, var Norðurfari sá sem túlkaði anda frelsishreyfmgarinnar í Evrópu af mestum funa. Gísli Brynjúlfsson skráði ekki sögu líðandi stundar sem kaldur og hlutlaus sagnfræðingur, heldur áróðursmaður lýðræðis og mannfrelsis11.9 í greininni Frá Norður- álfunni kemst Gísli svo að orði: „ . . nýtt tímabil er byrjað fyrir mannkyn- inu. Nú er allt sem í einu uppnámi, og það er til einskis að vera að leita sér að hæli eða frið, því það er ei von að nokkursstaðar sé skjól þegar allar máttarstoðir mannlegs félags eru svo hristar sem nú er. En það er heldur engin undur þó margir gamlir menn, sem höfðu byggt hús sín á enum forna grundvelli, og sem nú ei vita hvar þeir eiga höfði sínu að að halla, æski þess að allt væri aftur komið í hina fornu ró og kyrrð - en það tjáir eigi, því „stríð er starf vort í stunda heimi“, og margt gamalt verður að deyja svo hið nýja geti fæðst; og það kann vel að vera að allt það sem enn er orðið, sé ekki nema byrjun til hinna ógurlegu byltinga, sem eigi að verða, áður en þjóðirnar geti risið upp aftur fegurri og betri úr rústum sínum, eins og sagt er um fuglinn Fönix að hann fljúgi upp af ösku sinni“.10 Gísli vænti þess „ . . . að endir byltinganna á þessari enni miklu upprisu og endurfæðingar öld þjóðanna, verði sá, að allar þjóðir verði frjálsar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.