Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 133

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 133
ANDVARI GlSLl BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI 131 vænti eins og fram kemur í bréfí til Gísla 10. febrúar 1851, en þar segir: „Ekkert er héðan að rita í fréttum, lítið er hér starfað að málefnum vorum, en eg er að stinga upp á því, að menn haldi fund í sumar, á hinum forna þingstað vorum Þingeyinga, Þingey, þangað kallaði eg úr öllu kjördæmi þessu í sumar er leið, alla sem nokkuð vildu ræða um málefni íslands, vildi eg að við keyptum okkur tjöld og tjölduðum svo yfír oss og lægjum í þeim á meðan fundurinn stæði, en á þennan fund kom ekki nema jeg og 3 aðrir og fórSt þetta þannig fyrir. Þú sérð þó að eg er að reyna til að koma í þá fjöri og framtakssemi, en það er ekki unnt neinum dauðlegum manni að hyssa þá upp“. Séra Guðmundur bætir svo við skoðun sinni á því hvernig stjórnskipulagið skuli vera; „Eg vil aungan kóng yfír mér, aungan jarl, heldur lögmann, sem sjá um lögin og hlýðni þeirra, alþing á ári hvurju, með löggjafarvaldi og dómsvaldi, og standi hvurgi nema á gamla þing- staðnum Axará, . . .“ í sama bréfí víkur Guðmundur að dreifíngu síðara bindisins af Norður- fara og segir: „Ekki get eg selt alla Norðurfara þína og hef eg þó mælt fram með þeim af alefli og sent þá í ýmsar áttir, það spillti svo fyrir hvað þeir komu seint, því þeir komu ári seinna en þeir voru prentaðir og var það óþolandi; mörgum þykir þeir vel samdir nú og miklu betri en hinn fyrri ár- gangur“. Hætt er við að Gísla hafí fallið miður sá dómur sem Guðmundar kvað upp um kvæðin í þessum árgangi, en í bréfínu segir Guðmundur: „ . . . ekki þykir mér ykkur takast mjög vel að stæla eftir Jónasi í kveðlingum ykkar, og er það þó bersýnilegt að þið eruð að rembast við það.“34 Annar bréfritari gerði öllu harðari hríð að kvæðunum í Norðurfara, það var séra Sigurður Gunnarsson, þá prestur að Desjarmýri. Þessi bréfkafli er svo merkilegur og veitir svo góða innsýn í mat manna á skáldskap á þessum árum að rétt er að birta hann í heild. Bréfíð er skrifað 18. ágúst 1850 og þar segir: „Þú ert að læra að verða skáld og lifir í skáldaheimi og það getur vel verið þú verðir gott skáld; mikið fær menntun og viðleitni áunnið, þegar ágætar gáfur eru með, þó maðurinn segði forðum: poeta nascitur non fíng- itur. Sum kvæðin í Norðurfara þykja mér allgóð, svo sem sumir kaflar í Faraldri, Jakobsgrátur, Til skýsins, Til Svanfríðar. Þó er allt stælt, fínnst mér, og bundið, of lítið frjálst og frumkveðið, þó það sé ekki útlagt. Til skýsins og Úlfar falla mér einna best. í mörgu þykir mér of mikill ákafí og margt oflangt eftir efni. Þetta eru nú mínir sleggjudómar eftir einhvorri til- finningu, sem eg kann ekki að gjöra grein fyrir. Flest kvæði Jónasar veita mér einhvörn ókenndan unað og eins sum kvæði Bjarna án þess eg geti bent glöggt á, hvað það er sem færir mér hann. Svo er og um einstaka kafla í kvæðum þínum og geturðu þá nærri að þá greinina kalla eg góða. Ekki ertu enn nálægt því svo orðheppinn í kvæðum sem Jónas; orð hans eru víða svo kjarnmikil og lýsa svo ljómandi vel geðshræringunni sem bjó hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.