Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 154

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 154
152 HANNES JÓNSSON ANDVARI val var um það, annars vegar, að losna við breskan innrásarher og setulið og fá í staðinn varnarher frá Bandaríkjunum, sem á þeim tíma voru enn að forminu til hlutlaust ríki, en hins vegar að láta breska innrásarherinn sitja áfram sem hernámslið. Breytingin skyldi gerð á grundvelli milliríkjasamn- ings þar sem jafnframt gafst tækifæri til að tryggja mikilvæga íslenska hags- muni, þ. á m. brottför hersins í stríðslok og viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi íslands. Þriðji kosturinn, þýsk innrás samkvæmt Icarus-áætluninni, var aldrei raunhæfur, m. a. vegna þess hve mikinn hluta þýska flotans hefði þurft að nota við framkvæmdina. Hins vegar er ljóst, að ef stríðsvél Hitlers hefði á árangursríkan hátt get- að framkvæmt Icarus-áætlunina, þá hefði ísland að öllum líkindum orðið blóðugur vígvöllur mikilla stríðsátaka og eyðileggingar. Bandamenn höfðu of mikinn áhuga á hernaðarlegu mikilvægi íslands fyrir þeirra eigið öryggi til þess að horfa aðgerðalausir á að vígvél Hitlers næði yfirráðum á íslandi. Vegna ytri aðstæðna, sem áttu rót sína í hernaðarlegu mikilvægi íslands, varpaði íslenska ríkisstjórnin í júlí 1941 fyrir róða gömlu hlutleysisstefn- unni frá 1918 og gerðist aðili að þríhliða samningnum 1941. Þar með tóku íslendingar upp þá stefnu í utanríkismálum að eiga virka samvinnu við vestrænu lýðræðisríkin báðum megin Atlantshafsins án þess þó að taka beinan þátt í stríðsrekstrinum sjálfum. Þessi grundvallarstefnubreyting í utanríkismálum byggðist ekki aðeins á öryggishagsmunum íslands sjálfs. Hún byggðist jafnframt á öryggishagsmunum lýðræðislegu nágrannaríkj- anna, sem töldu sína hagsmuni nátengda öryggishagsmunum íslands. Þessi stefnubreyting byggðist ennfremur á þriðja þættinum, þ. e. á pólitískum hugsjónum og pólitískum erfðavenjum íslensku þjóðarinnar, sem við skul- um nú skoða. 5. Boð stjómskipulegra hefða og pólitískra hugsjóna Lýðræði, einstaklingsfrelsi og frjálsræði eiga sér rótgrónar erfðavenjur á íslandi. Alþingi er elsta lýðræðislega löggjafarþingið í heiminum, stofnað árið 930. Þótt ísland hafi verið undir erlendri konungsstjórn í sjö aldir hef- ur Alþingi starfað næstum samfellt, með nokkrum tímabundnum hléum og ntismunandi valdsviði og hlutverki á mismunandi skeiðum í sögu íslands. Ljóst er að pólitískar erfðavenjur og hugsjónir íslensku þjóðarinn- ar fara saman með erfðavenjum og hugsjónum hinna vestrænu lýðræðis- ríkja báðum megin Atlantshafsins. Þessar hugsjónir má lauslega einkenna með orðunum lýðræði, einstaklingsfrelsi, lögbundið stjórnskipulag, funda- frelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.