Andvari - 01.01.1986, Side 154
152
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
val var um það, annars vegar, að losna við breskan innrásarher og setulið
og fá í staðinn varnarher frá Bandaríkjunum, sem á þeim tíma voru enn að
forminu til hlutlaust ríki, en hins vegar að láta breska innrásarherinn sitja
áfram sem hernámslið. Breytingin skyldi gerð á grundvelli milliríkjasamn-
ings þar sem jafnframt gafst tækifæri til að tryggja mikilvæga íslenska hags-
muni, þ. á m. brottför hersins í stríðslok og viðurkenningu á sjálfstæði og
fullveldi íslands.
Þriðji kosturinn, þýsk innrás samkvæmt Icarus-áætluninni, var aldrei
raunhæfur, m. a. vegna þess hve mikinn hluta þýska flotans hefði þurft að
nota við framkvæmdina.
Hins vegar er ljóst, að ef stríðsvél Hitlers hefði á árangursríkan hátt get-
að framkvæmt Icarus-áætlunina, þá hefði ísland að öllum líkindum orðið
blóðugur vígvöllur mikilla stríðsátaka og eyðileggingar. Bandamenn höfðu
of mikinn áhuga á hernaðarlegu mikilvægi íslands fyrir þeirra eigið öryggi
til þess að horfa aðgerðalausir á að vígvél Hitlers næði yfirráðum á íslandi.
Vegna ytri aðstæðna, sem áttu rót sína í hernaðarlegu mikilvægi íslands,
varpaði íslenska ríkisstjórnin í júlí 1941 fyrir róða gömlu hlutleysisstefn-
unni frá 1918 og gerðist aðili að þríhliða samningnum 1941. Þar með tóku
íslendingar upp þá stefnu í utanríkismálum að eiga virka samvinnu við
vestrænu lýðræðisríkin báðum megin Atlantshafsins án þess þó að taka
beinan þátt í stríðsrekstrinum sjálfum. Þessi grundvallarstefnubreyting í
utanríkismálum byggðist ekki aðeins á öryggishagsmunum íslands sjálfs.
Hún byggðist jafnframt á öryggishagsmunum lýðræðislegu nágrannaríkj-
anna, sem töldu sína hagsmuni nátengda öryggishagsmunum íslands. Þessi
stefnubreyting byggðist ennfremur á þriðja þættinum, þ. e. á pólitískum
hugsjónum og pólitískum erfðavenjum íslensku þjóðarinnar, sem við skul-
um nú skoða.
5. Boð stjómskipulegra hefða og pólitískra hugsjóna
Lýðræði, einstaklingsfrelsi og frjálsræði eiga sér rótgrónar erfðavenjur
á íslandi. Alþingi er elsta lýðræðislega löggjafarþingið í heiminum, stofnað
árið 930. Þótt ísland hafi verið undir erlendri konungsstjórn í sjö aldir hef-
ur Alþingi starfað næstum samfellt, með nokkrum tímabundnum hléum
og ntismunandi valdsviði og hlutverki á mismunandi skeiðum í sögu
íslands. Ljóst er að pólitískar erfðavenjur og hugsjónir íslensku þjóðarinn-
ar fara saman með erfðavenjum og hugsjónum hinna vestrænu lýðræðis-
ríkja báðum megin Atlantshafsins. Þessar hugsjónir má lauslega einkenna
með orðunum lýðræði, einstaklingsfrelsi, lögbundið stjórnskipulag, funda-
frelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi.