Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 20

Andvari - 01.01.1986, Page 20
18 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARI var með stjórnarskránni 1. janúar 1921. Hélt hún gildi með nokkr- um breytingum til 17. júní 1944 er lýðveldisstjórnarskráin var lög- fest sem enn er að mestu óbreytt. í huga Gunnars tvinnuðust saman hugmyndirnar um frjálst og óháð lýðveldi og þær breytingar sem slíkar hugmyndir hlutu óhjá- kvæmilega að kalla á í stjórnskipunarlögum þjóðarinnar. Er hér án efa að fínna kveikjuna og upphafið að áhuga hans á stjórnarskrár- málinu sem varði alla hans ævidaga. En jafnframt var honum manna ljósast að þótt nauðsynlegar og óhjákvæmilegar breytingar væru gerðar á ákvæðunum um æðstu stjórn ríkisins 1944 var jafnframt tímabært að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá sem leysti „frelsis- skrána“ frá 1874 af hólmi. Grundvallarlögin eru kjölfesta hvers ríkis og þótt þar sé viss íhald- semi við hæfi þurfa þau þó að veita þegnunum og stofnunum þjóð- félagsins svigrúm og frelsi til þess að svara kalli nýrra tíma. Á því hafði Gunnar glöggan skilning og naut þar án efa langrar reynslu sinnar sem alþingismaður og prófessor í stjórnskipunarrétti. Á þeim árum, er stofnun lýðveldisins var í undirbúningi, þótti það einsýnt að endurskoða skyldi stjórnarskrána frá 1874 í heild. Það verk var hinsvegar svo viðamikið að ekki reyndist unnt að ljúka því 1944. Voru þá þær breytingar einar gerðar sem fólust í því að þjóð- kjörinn forseti kom í stað konungs og lutu að verkefnum og vald- sviði hans. Alþingi kaus síðan milliþinganefnd um stjórnarskrármál- ið 1945 sem Gunnar átti sæti í og varð hann framkvæmdastjóri hennar. Tveimur árum síðar tók við stjórnarskrárnefnd sem Bjarni Benediktsson var formaður fyrir og Gunnar átti sæti í. Gerði hún til- lögur um ýmsar þær breytingar sem hún taldi tímabærar. Árið 1972 skipaði Alþingi enn stjórnarskrárnefnd undir forsæti Hannibals Valdimarssonar. Við störfum hennar tók ný stjórnarskrárnefnd 1978 og var Gunnar kjörinn formaður hennar. Skilaði sú nefnd tveimur skýrslum árið 1980. Fjallaði önnur þeirra um breytingar á kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi en hin um ýmis atriði sem nefndin taldi að til athugunar væru við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég átti þess kost að fylgjast með störfum stjórnarskrárnefndanna frá árinu 1975. Er ekki ofmælt þótt sagt sé að þar hafi Gunnar öðr- um fremur mótað stefnu og störf. Þar naut hann augsýnilega langr- ar reynslu sinnar í þjóðmálum og óvenju mikillar þekkingar á stjórn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.