Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 143
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS
141
neikvœða svörun svo og hugsanlegan stuðning eða jákvœða svörun við aðgerð-
unum.
í þriðja lagi meta þeir hœfni ríkisins til þess að ná markmiðunum.
í íjórða lagi hafa þeir forystu um að stjórnmálaílokkur þeirra samþykki
tillögu um að viðkomandi markmið verði gert að stefnuatriði flokks þeirra.
í fimmta lagi, ef flokkurinn er í meirihluta og stjórnar hreinni flokks-
stjórn þá sér hann svo um, að utanríkisstefnuatriði flokksins verði stefna
ríkisstjórnarinnar. Sé hann hins vegar aðili að samsteypustjórn, semja for-
ystumenn hans við forystumenn samstarfsflokkanna um að markmið
flokksins verði að hluta eða öllu leyti gert að utanríkisstefnu ríkisins.
í sjötta lagi hefst ríkisstjórnin handa um að framkvœma hina mótuðu
stefnu.
Slík mótun utanríkisstefnu er í raun og veru innsýn inn í framtíðina um
hvernig ástandið ætti að vera hvað stefnuatriðið snertir, hvernig ríkið vildi
að staða mála að þessu leyti yrði í framtíðinni.
En framtíðarsýn utanríkisstefnu ríkis er ein hlið á málinu, framkvæmd
stefnunnar önnur. Þótt framtíðarsýnin geti verið ljós sem markmið er
framkvæmd hennar að nokkru leyti háð svörun annarra fullveldisjafnrétt-
hárra ríkja við markmiðunum.
Ákvæði alþjóðalaga skipta einnig máli.
Þannig getur skapast þrætuástand á milli ríkja vegna markmiða og fram-
kvæmdar utanríkisstefnu. Á eina hlið höfum við utanríkisstefnumarkmið
ríkis, framtíðarsýn þess um hvernig ástand mála ætti að vera, huglægan
vilja þess. Hins vegar eru önnur jafnrétthá ríki og afstaða þeirra til utanrík-
isstefnu hins ríkisins getur verið annaðhvort takmarkandi eða ejlandi, hindr-
að eða hjálpað fyrra ríkinu til að ná markmiði utanríkissteínu sinnar. Af-
leiðingin af þessu samspili getur ráðið því, hvort fyrra ríkið nær fram utan-
ríkisstefnumarkmiðum sínum eða ekki. Eru landhelgisdeiiur okkar við
Breta góð dæmi um þetta. - En snúum okkur nú beint að þróun íslenskrar
utanríkisstefnu.
Grundvallaratriði utanríkisstefnu
íslenska lýðveldisins 1944—1984
Athygli vekur að frá lýðveldisstofnun hafa íslendingar framkvæmt til-
tölulega stöðuga og sjálfri sér samkvæma utanríkisstefnu. Jafnframt vekur
það ekki minni athygli, að frumdrög þessarar utanríkisstefnu birtust þegar
fyrsta þingræðisleg ríkisstjórn lýðveldisins tók við völdum 21. október
1944.
Ólafur Thors, þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, Iýsti þessari stefnu í ítarlegri ræðu í Sameinuðu Al-