Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 24
22 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARI sögulegt samhengi í þróun íslenskrar stjórnskipunar. Er það miður að honum skyldi ekki auðnast að rita meira í þeirri grein en raun ber vitni um, því að hann bjó þar yfir mikilli þekkingu. Þekking hans á þessum vettvangi kom þó síðar að notum í stjórnmálastörfum hans og í þátttöku hans í stjórnarskrárnefnd. Prófessor Gunnar Thoroddsen var vinsæll meðal nemenda sinna, og þótti þeim almennt til hans koma sakir glæsileika og gáfna. Hann var velviljaður stúdentum og greiddi götu þeirra. Orðlagt var, hve gott var að ganga upp í munnlegu prófi hjá honum, spurningar voru skýrar og aðeins gripið á aðalatriðum í verkefni hverju.“ Auk þess að vera hinn prýðilegasti kennari var Gunnar einn af fremstu fræðimönnum sinnar kynslóðar í lögvísindum. Þrátt fyrir óvenju umfangsmikil stjórnmálastörf átti hann það sammerkt með kollegum sínum, þeim Ólafi Jóhannessyni og Bjarna Benediktssyni, að tími og næði fannst til þess að semja vandaðar og athyglisverðar ritgerðir og bækur á sviði stjórnlaga og um önnur efni í opinberum rétti. Birtust þær í fræðiritum bæði hérlendis og erlendis. Af þeim skulu hér aðeins nokkrar nefndar: Samnorrænn ríkisborgararéttur (Kaupmannahöfn 1945) Stjórnarskrá íslands (Oxford 1946) Málfrelsi og meiðyrði (1946) Skipulag og starfshættir Sameinuðu þjóðanna (1946) Stjórnskipulegur neyðarréttur (Oslo 1946) Löggjöfin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1954) Um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar (1959) Friðhelgi einka- lífsins (1960) Æran og málfrelsi (1967), og Ólafur Halldórsson kon- ferenzráð og Jónsbókarútgáfa hans (Odense 1970) Árið 1982 kom út bókin Frelsi að leiðarljósi en hún geymir úrval af rítgerðum og ræðum Gunnars allt frá árinu 1928. Meginverk Gunnars á sviði lögvísinda var ritverk hans, Fjölmœli, sem hann hlaut doktorsnafnbót fyrir frá Háskóla íslands þann 24. febrúar 1968. Skömmu eftir að hann lauk lagaprófi og hóf fram- haldsnám erlendis hafði hann dregið saman efni í rit um æruna og vernd hennar eða ærumeiðingar. Ritsmíðinni haíði hann ekki lokið þegar hann tók við prófessorsstarfi við lagadeild haustið 1940 og lagði hana til hliðar að sinni. Eftir að Gunnar gerðist sendiherra í Kaupmannahöfn gafst loks næði til að ljúka verkinu, á árunum 1965—67. Var bókin prentuð og gefin út í Reykjavík 1967, á vegum Menningarsjóðs, 471 bls. að stærð. í þessu riti fjallar Gunnar um „fjölmæli“, en það er gamalt íslenskt \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.