Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 70

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 70
68 HJÁLMAR SVEINSSON ANDVARI III Nú vildi kannski einhver staðhæfa að framfarir séu lögmál sögunnar. Hann myndi þá benda á allar þær umbætur sem vísindi og tækni liafa haft í för með sér. Þetta eru hinar mælanlegu framfarir mannkyns. Auðvitað neitar Nordal þeim ekki. En hann heldur því fram að það sé ekkert lögmál að menningin eða siðferðilegur þroski einstaklingsins aukist þótt sið- menningin eflist. í íslenzkri menningu segir: „Snorri Sturluson mundi ekki hafa hugsað né orðað hugsanir sínar betur þótt hann hefði haft stóra gler- glugga á skrifstofu sinni, Jónas Hallgrímsson ekki ritað ljúfara mál með sjálfblekungi en fjaðurpenna, Jón Sigurðsson ekki orðið hreinlyndari við rafmagnsljós en steinolíulampa.“26) Og vitanlega hefði hann getað tekið samskonar dæmi af menningu þjóðar. Það er ekkert sem gerir siðferðið betra, lífsskoðunina raunsærri og listirnar þróttmeiri þó siðmenningin verði fullkomnari. I ritgerð sinni um alheimssiðmenningu og þjóðlegan arf, segir Paul Ricoeur að siðmenning þróist með söfnun og framförum en þjóð rækti menn- ingu sína með tryggð og sköpun. Hann segir ennfremur að siðmenningin sé einskonar verkfærabúnaður mannsins en skapandi menning ákvarði til- gang þessa búnaðar. Og samfara því að verkfærabúnaðurinn þróist komi viss rökvæðing sögunnar í ljós. Ricoeur telur upp fimm stig þessarar rökvæðingar: Vísindahyggja sem hefur gert vísindalegan þankagang að mikilvægu sameiningarafli mannkyns; tœkniþróun, hagnýting vísindanna veldur alþjóðlegri tæknimenningu; rökvísi stjórnmálanna sem sést best í al- þjóðlegri formgerð nútímaríkisins, rökvísi hagfræðinnar, hagfræðileg tækni verður alþjóðleg; alþjóðlegir lifnaðarhættir sem við greinum í hinni svoköll- uðu neyslumenningu. Að áliti Ricoeurs er þessi alheimssiðmenning tvíræð. Hún leiðir til raun- verulegra framfara en getur líka orsakað „núllstöðu skapandi menningar". Alheimssiðmenningin er nefnilega eins og verkfærabúnaður sem verður betri og betri, safnast þannig fyrir, en felur aldrei í sér endurmat þeirra gilda sem að baki liggja. Þannig getur siðmenningin „gleypt manninn með húð og hári“ eins og Nordal orðar það, eða með orðum Ricoeurs „stað- næmst á neyslumenningarstigi". Og augljóslega vilja þeir báðir benda á þetta sama, menning er það eitt „. . . að njóta þess, sem siðmenningin býður, án þess að selja því sál sína.“ Samkvæmt kenningu Ricoeurs er vandi þjóðmenningar sá að hún á enga völ aðra en að samrýmast þeirri heimsmenningu og rökvæðingu sögunnar sem vísindi og tækni hafa alið af sér. Um leið á hún það á hættu að renna saman við heimssiðmenninguna og verða óþekkjanleg frá henni. Þjóð- menning getur því aðeins lifað þennan háska af að hún tapi ekki þræðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.