Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 56

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 56
54 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI fyrr. Lausavísur ef'tir hann höfBu borist hingað til lands, haglega gerðar og beinskeyttar. Félagar lians frá Kaupmannahöfn kunnu eftir hann marga gamansama og sposka bragi, þar sem hann fór á kostum og beitti kveðandi og ljóðformi frá ýmsum tímum af hinni mestu fimi. Flestöll voru þessi kvæði frá því hann var kornungur stúdent í háskóla. — En alvarlegri Ijóð þessa fertuga prófessors voru víst flestum framandi. Þessi fyrsta ljóðabók hans var ekki stór, 90 blaðsíður, og var henni skipt eftir efni í tvo hluta fyrirsagnalausa. í fyrri hlutanum voru kerskni- og skopkvæði, en í hinum síðari voru kvæðin yfirleitt alvarlegra efnis, af þeim voru flmm þýdd eða stæld en fjórtán frumort. Er ekki að orðlengja það að með þessari ljóðabók hafði Jón Helgason tekið sér veglegan sess á skáldabekk íslendinga. Kvæð- in í þessari bók eru löngu alkunn. Hér skulu nefnd kvæðin / Árnasafni, Á Rauðsgili, í vorþeynum, Til höfundar Hungurvöku að ógleymdu bráðskemmti- legu kvæði: Á afmceli kattarins. Þetta eru aðeins dæmi um ljóð sem mikla at- hygli vöktu og voru lesin og lærð um leið og þau birtust almenningi. Öll báru þau glöggt vitni kunnáttu, skáldgáfu og smekkvísi Jóns Helgasonar. Það gerðist nú tíðinda sama ár og ljóðmælin Úr landsuðri komu á prent að heimsstyrjöldin síðari braust út. Við innrás Þjóðverja í Danmörku vorið 1940 einangruðust íslendingar þar í landi. Urðu þá veður öll válynd, en landarnir í Kaupmannahöfn juku félagsstarfsemi sín í milli og þjöppuðu sér saman meir en fyrr. Gáfu þeir þar út um skeið tímaritið Frón (1943-45) og birtu þar ýmsar greinar og skáldskap. Þar lagði Jón Helgason meðal annarra hönd á plóg og birti þar nokkur ný kvæði sín á hernámsárunum. Önnur útgáfa af ljóðabókinni Úr landsuðri kom út eftir stríðið, 1948, mik- ið breytt. Fremri hluti fyrri útgáfunnar er því sem næst felldur á brott, en átján ný kvæði eru í þessari útgáfu, fimmtán frumort og þrjú þýdd. Ljóð- mælin voru síðan endurútgefin 1965 og 1971 án breytinga. Kvæði þau sem Jón Helgason bætti við ljóðmæli sín að styrjaldarlokum juku til muna skáldhróður hans. Hann hafði lengi vel helst ekki viljað kann- ast við gáfu sína og í eftirmála við kvæðin 1939 segir hann: „Unt skáldnafn hefur mig aldrei dreymt“. Um það leyti sem önnur útgáfa ljóða hans birtist hefur hann líklega verið farinn að líta á þetta mál af nieiri alvöru. En auð- vitað var hann handritafræðingur og háskólakennari að menntun og starfi. Einhverntíma sagði Jón líka að Bjarni Thorarensen hefði ekki verið titlað- ur skáld, heldur assessor eða amtmaður Bjarni. Þessu var líkt farið um sjálf- an hann. Fremst í annarri útgáfunni af Ijóðmælum Jóns Helgasonar er kvæðið Áfangar, og ekki er víst að því hafi verið skipað í þann sess af tilviljun einni. Það er annað mesta kvæði Jóns ásamt kvæðinu í Árnasafni, og ntargir ljóða- vinir telja það einnig hið besta. Má vera að Jóni hafi líka sjálfum sýnst svo. Afangar eru réttnefni á þessu ellefu erinda kvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.