Andvari - 01.01.1986, Side 124
122
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
hann segir: „Það er því von að ófróðum fátæklingum, sem gremst að sjá
suma lifa í sæld meðan þeir eiga sjálfir í mestu eymd, líki vel sameignar lær-
dómurinn, því þeir græddu allt ef honum yrði framgengt en misstu ekkert;
en síður treysta þeir hinum sem vilja gjöra þeim gott með því að fræða þá
og bæta, því hjálp þeirra kemur ei og getur ei komið eins fljótt og áþreif-
anlega og hinna, þó þeir í raun og sannleika séu þeirn langtum velvilj-
aðri.“15
Þegar Gísli Brynjúlfsson lauk frásögn sinni af byltingunum í Evrópu á
vordögum 1848 var kyrrt að kalla í Parísarborg. Að vísu bar á ólgu meðal
verkamanna og öreigalýðs borgarinnar. í síðari árgangi Norðurfara er
stuttlega skýrt frá verkamannauppreisninni sem hófst 23. júní og var barin
niður af Cavaignac, en í þá frásögn vantar hrifninguna af byltingunni í
febrúar og samúðin með verkamönnunum, sem biðu lægra hlut að lokum,
er takmörkuð.16
í greininni um frelsishreyfíngarnar rekur hann sögu „sameignar lær-
dómsins" allt frá dögum Forn-Grikkja, t. a. m. í bók Platons Um Stjórn, vík-
ur að riti Thomas More Utopia og getur um Robert Owen, Saint-Simon og
Charles Fourier.17
Eftir að Gísli lauk umfjölluninni um „sameiningar lærdóminn", hélt
hann áfram með þessum orðum: „Vér höfum nú stuttlega getið hinna eig-
inlegu sameignarmanna, sem ekkert þykir nýtt eins og það nú er, en vilja
breyta öllu frá rótum. En auk þeirra eru líka aðrir, sem skemmra fara, og
þó þeir vilji breyta miklu, samt sem áður eru svo skynsamir að þeir vilja
ganga út frá því, sem er, og aðeins endurbæta það og fullkomna. Þessir
menn hafa verið kallaðir Socialistes vegna þess að þeir æ eru að tala um að
endurbæta mannfélagið og vilja gera það allt með því að láta menn taka sig
saman og vinna í sameiningu í stærri og smærri félögum, en þó undir
vernd þeirra laga, sem nú eru; vér viljum því kalla þá samlagsmenn eins og
vér kölluðum hina sameignarmenn, ef menn á annað borð ei vilja halda
hinu útlenda nafni.“18
Höfundur gerir grein fyrir helstu forvígismönnum þessarar stefnu í
Frakklandi og nefnir til Louis Blanc og Proudhon og gerir grein fyrir sjón-
armiðum þeirra. Dagbókin ber þess vitni að Gísli Brynjúlfsson hefir hugsað
mikið um báðar þessar stefnur þegar hann las hinar nýju fréttir frá júní-
byltingunni, en nú brá svo við hann verður eins og ráðvilltur þegar hann
hugsar um mannkynið og spyr: „Hvað á úr því að verða? Eg vil flýja til
fjalla úr þessum illa solli, . . . Eg var að hugsa um Commúnismus, og það
mál er sannur vandi. Hvaða rétt á einn á að eiga betur en annar? Öngan,
og því verður að drepa peningavaldið . . . og því finnst mér eg lenda í
socíalismus, þar til eg finn annað betra“, skrifaði hann 8. júlí í dagbókina.
Hinn 12. júlí las hann enn um atburðina í París og hugleiddi örlög Lam-