Andvari - 01.01.1986, Side 144
142
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
þingi sama dag og stjórnin tók við völdum. Sagði forsætis- og utanríkisráð-
herra þá, að stjórnin setti sér „þau tvö markmið að tryggja sjálfstæði og
öryggi íslands út á við og hefja stórvirka nýsköpun í atvinnulífí þjóðarinn-
ar.“1)
Auk þess gerði Ólafur Thors grein fyrir markmiðum ríkisstjórnarinnar
í utanríkismálum. Sagði hann, að stjórnin vildi athuga, hvernig sjálfstæði
íslands yrði best tryggt með alþjóðlegum samningum; taka þátt í alþjóðlegu
samstarfi, sem hinar Sameinuðu þjóðir voru þá að koma á laggirnar; undir-
búa og tryggja svo vel sem unnt væri þátttöku íslands í ráðstefnum, sem
haldnar yrðu í sambandi við friðarfundinn; eiga náið samstarf við Norður-
löndin í menningar- og félagsmálum; taka þegar upp samningatilraunir við
önnur ríki í því skyni að tryggja íslendingum þátttöku í ráðstefnum, er
fjalla um framleiðslu, verslun og viðskipti í framtíðinni, m. a. til þess að ná
sem bestum samningum um sölu á framleiðsluvörum þjóðarinnar og sem
hagkvæmustum innkaupum; og vinna að rýmkun fiskveiðilandhelginnar
og friðun á þýðingarmiklum uppeldisstöðvum fisks, svo sem í Faxaflóa.
Þegar stjórn Ólafs Thors tók við völdum árið 1944 var bandarískt varn-
arlið í landinu. ísland framkvæmdi þá í reynd þá utanríkisstefnu að eiga
samvinnu við Bandaríkin um varnarmál. Þetta bandaríska varnarlið kom til
íslands 7. júlí 1941 í samræmi við þríhliða samning íslands, Bandaríkjanna
og Bretlands, sem gerður var í formi nótuskipta 1. — 8. júlí 1941, og leysti
af hólmi innrásarher þann sem Bretar sendu til íslands 10. maí 1940.
í raun var nýsköpunarstjórnin því að framkvæma það grundvallaratriði
íslenskrar utanríkisstefnu að eiga samvinnu við Bandaríkin og vestræn
lýðræðisríki í varnar- og öryggismálum.
Eftir því sem tíminn leið og aðstæður breyttust hafa aðrar ríkisstjórnir
bætt við og skilgreint nánar þau grundvallaratriði íslenskrar utanríkis-
stefnu, sem Ólafur Thors lýsti á Alþingi 21. október 1944. Sérstök vanda-
mál hafa komið upp og krafist úrlausnar, ýmis atriði verið skilgreind og
skýrð, en grundvallarmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu allt lýðveldis-
tímabilið hafa verið mjög lík þeim meginatriðum, sem Ólafur Thors minnt-
ist á í stefnuræðu sinni á Alþingi 21. október 1944. Þetta má auðveldlega
sannreyna með því að skoða frásögn Alþingistíðinda af umræðum um
utanríkismál síðustu 40 árin, svo og með því að fletta upp ræðum forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra íslands um utanríkismál, bæði á íslandi og
t. d. á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.2*
Athygli vekur, að sumar ríkisstjórnir lýðveldistímabilsins hafa gefið út
ítarlegar utanríkisstefnuyfírlýsingar en aðrar hafa látið sér nægja að segja
aðeins að utanríkisstefnan sé óbreytt eða að nýja ríkisstjórnin fylgi óbreyttri
utanríkisstefnu frá því sem fyrri ríkisstjórn hafi gert. Utanríkisstefnuyfir-
lýsing ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem geíin var út 26. maí