Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 107
ANDVARI
SJÓNARHÓLL SÖGUMANNS
105
Indriði G. Þorsteinsson varð landsfrægur af sögunni Blástör sem hlaut
fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samvinnunnar 1951. Sama ár kom
fyrsta bók hans út, Sœluvika, tíu sögur og allar nema ein samdar á því ári.
í Vafurloga eru teknar þrjár sögur úr Sæluviku: Fyrsta sagan samnefnd,
vitaskuld Blástör og loks Rusl. Þetta eru byrjunarverk og bera ýmis merki
þess. Höfundur skrifar af hressileik og fjöri, frásagnargáfan leynir sér ekki
þótt aga skorti. í öllum þrem sögunum sem hér eru teknar er viðfangsefnið
kynferðislegt eins og títt er hjá Indriða. „Náttúrumikill höfundur“ var
fyrirsögn á ritdómi um Sœluviku í Lífi og list. Indriði telur sjálfur að í þess-
um orðum hafí verið fólgið tilræði við ungan höfund 2), en ástæðulaust sýn-
ist mér að ætla það enda leit ritstjórinn, Steingrímur Sigurðsson, ekki svo
á.3) Aftur á móti gerir Steingrímur mikið úr því að Indriði hafi hermt eftir
erlendum meisturum eða öllu heldur íslenskum þýðingum á sögum þeirra,
og fínnur Steinbeck í Sæluviku. Önnur fyrirmynd og frægari var þá ekki
komin til sögunnar en seinna víkur að henni.
Hvað um það: Engum lesanda með augun opin gat dulist að Indriði G.
Þorsteinsson lagði upp með ótvíræða rithöfundarhæfileika, frumlega sögu-
mannsgáfu, óspillta sjón og eftirtekt. Og í hrjúfum stílblæ sagnanna er viss
þokki fólgin. Verðlaunasagan Blástör er kannski best í bókinni, en Rusl
stendur henni ekki langt að baki. Þar er viðfangsefnið tæring afbrýðisem-
innar. Ekki verður sagt að höfundur kafí djúpt í hvatalífíð en við sjáum
strax hversu auga hans er næmt og sviðsetningin lifandi. Blástör er með
léttari svip, erótíkina þar mætti fremur auðkenna með orðum eins og „kyn-
ferðislegur skjálfti". Sama má segja um söguna Sæluviku, létta samdráttar-
sögu sem raunar er skemmtilega skagfírsk byrjun á ferli Indriða þar sem
hún stendur fremst í fyrstu bók hans. Fyrir Vafurloga hefur höfundur
endurritað söguna og bætt mjög. Athyglisvert er að nú afnemur hann dul-
búning sögusviðsins og nefnir staðhætti réttum nöfnum.
Eftir Sœluviku varð breyting á högum Indriða og ferill hans tók ákveðna
stefnu4). Hann kastast inn í kviku borgarlífsins eins og það var fyrsta ára-
tuginn eftir stríð. Reynsla sveitamannsins á mölinni getur orðið býsna sár
og örðug. Til að lýsa hraða og snerpu samtímans tileinkar Indriði sér
knappan, hlutlægan stíl, kaldan á ytra borði, tilfinningasaman undir niðri.
Fyrst gætir þessa stíls í Sjötíu og níu af stöðinni (1955). Hann dregur dám af
Hemingway eins og alkunnugt er, en hér var kominn í bókmenntir vorar
andblær nýs tíma, hversu framandlegur sem hann virtist vera.
Næsta smásagnasafn, Peir sem guðirnir elska (1957), er í sama anda. Ef við
berum þá bók saman við Sœluviku er munurinn mikill. Ekki aðeins að áferð-
in sé önnur, heldur er vald höfundar á smásagnaforminu orðið stórum
meira en fyrr. í Vafurloga eru teknar fjórar sögur úr bókinni: Að enduðum
löngum degi, Heiður landsins, í fásinninu og Eftir stríð. Þessar sögur eru