Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 57

Andvari - 01.01.1986, Page 57
ANDVARI NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP JÓNS HELGASONAR 55 Byggiíig kvæðisins er óvenjuleg. Þó að það sé nánast órofa heild, þá er þó hvert erindi þess sjálfstætt og hefur hvert sína beinu vísan til staða og at- burða sem þeim tengjast. Jón Helgason var fílólóg sem þýðir víst vinur orðsins eða eitthvað í þá átt — og varla hefur hann nokkurntíma kostað sér svo til sem í þessu kvæði að færa hugsanir sínar í bitning réttra orða. Hvert einasta erindi er að því leyti listasmíð og skrúðklæði og varla er unnt að hugsa sér að önnur íslensk orð væru betur við hæfi til túlkunar réttum skilningi en þau sem skáldið dregur upp úr nægtabrunni sínum. Afangar birtust fyrst í Tímariti Máls og menningar 1940, skömmu eftir að Danmörk var hernumin. Líta má svo á að kvæðið sé mótað einsemdar- reynslu skáldsins sem snögglega iiefur verið svipt sambandi við land sitt og þjóð og hugsar fast norður yfir hafið, — leitar fyrir sér urn ný tengsl við það sem því er verðmætast, - og ísland rís úr úfnum sævi fyrir hugskotssjón- um, þess, nístandi kalt og bert, hrikalegt og einstaklega rammeflt og magn- þrungið. Þetta birtist í hverju einasta erindi kvæðisins. Það má ef til vill líta svo á að skáldið tefli hér fram ættlandi sínu með hreinleik þess og hörku gegn þeim öflum sem börðust í veröldinni um það leyti sem kvæðið var ort. Kvæðið liefst á Kili og því lýkur við Lómagnúp eftir að raktir hafa verið nokkrir þeir staðir landsins sem þykja einna uggvænlegastir, hamraþilin gneypu og tröllslegu sem bjóða úthafssjóunum byrginn, mannskæð öræfin, eldspúandi gígastjakinn. Efnislega nær kvæðið vart til byggða. Mannlegt líf er ekki nefnt nema vegna ósigra fyrir náttúruöflunum. I einu erindi er raunar imprað á að gott sé að deyja inn í fjöll til afa sinna. Ekki er vikið að gróðri eða gæðum landsins, utan hörðum melgrasskúf sem berst fyrir líf- inu á köldum stað og ömurlegum. Áfangar mega heita þegar grannt er skoðað töfraþula eða ákvæðaskáld- skapur, eins konar Tyrkjafæla, þó að ólíkt sé að verki staðið. Það er aðvör- un til stríðandi afla að ganga ekki of nærri þessu kalda og hreina landi og dulmögnum þess. Það á vart sinn líka í þessari skáldskapargrein þó að ýms- um skáldunt allt frá höfundi Völuspár til Bjarna Thorarensens og Matthí- asar væru slíkar hugsanir ekki fjarlægar. í grein sinni, Aðyrkja á íslensku, segir Jón Helgason um ákvæðaskáldskap- inn: . . . langt fram eftir öldum nutu íslensk skáld þeirra hlunninda fram yfir aðra menn, að orð þeirra gátu leyst eða bundið margvísleg hulin mögn. Mér er ekki kunnugt um að önnur eins trú á mátt kveðskaparins hafi verið til hjá nálægum þjóðum. Þau gátu ort á menn sóttir og auðnuleysi, ýft öldur sjávar- ins, reist brimskaflinn, æst vindana. Þau gátu kveðið vættir frant úr grjót- fylgsnum sínum, en framar öllu gátu þau losað menn undan áreitni drauga og sendinga með því að kveða þessi meinvætti niður, og þurfti þá oft að ganga nærri scr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.