Andvari - 01.01.1999, Page 135
ANDVARI
BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR
133
raunveruleiki“ felst á tilteknu tímaskeiði. En kannski má að miklu leyti út-
skýra þann framandleika sem blasti við íslenskum lesendum í verkum
Gunnars Gunnarssonar með því að höfundurinn var að skrifa „öðruvísi"
en tíðkaðist í íslenskum bókmenntum á þessum tíma. Það sem kannski var
í raun og veru að gerast þarna, þ.e.a.s. þegar Gunnar er að skrifa þau verk
sín sem kennd hafa verið við tilvistarheimspeki, var það að hann var líkt og
Halldór Laxness og nokkrir fleiri höfundar að brjóta hefðina, að innleiða
nýjan frásagnarhátt inn í íslenskar bókmenntir.11 Hin tilvistarheimspekilegu
verk Gunnars eru sprottin upp úr stríðshrjáðri Evrópu og þau rákust
harkalega á þann þjóðernislega rómantíska hugsunarhátt sem ennþá var
ríkjandi í íslenskum bókmenntum á fyrstu áratugum aldarinnar.
Ekki er ólíklegt að þessar „fálátu og fjandsamlegu" viðtökur íslenskra
bókmenntamanna við verkum Gunnars á öðrum tug aldarinnar hafi átt
þátt í því að skapa hina eftirtektarverðu eyðu sem sjá má í þýðingarsögu
verka Gunnars á árunum á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Árin 1922-1938
mynda sextán ára þagnartímabil - eyðu - í útgáfu á verkum Gunnars
Gunnarssonar á íslandi. Fram að 1922 höfðu verk hans verið þýdd á ís-
lensku stuttu eftir að þau komu út í Danmörku. Þessi eyða verður enn eft-
irtektarverðari þegar haft er í huga að á þessu tímabili er Gunnar að skrifa
mörg af sínum merkustu verkum, m.a. Fjallkirkjuna og Svartfugl, og er
mjög mikils metinn höfundur í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Verk hans
eru þýdd á önnur tungumál á tímabilinu, en ekki á íslensku.
Einnig er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á hið
íslenska bókmenntakerfi ef þýðingar á verkum Gunnars Gunnarssonar
hefðu komið út á þessum tíma - ef til vill liti hin íslenska bókmenntasaga
eitthvað öðruvísi út.
III
Eyða af því tagi sem hér er lýst að ofan kemur víða fram í bókmenntasög-
um þegar um tvítyngda rithöfunda er að ræða, eða rithöfunda sem skrifa
innan tveggja bókmenntakerfa. í stað þess að fjalla um sérstöðu slíkra höf-
unda (og verka) er (þegar verst lætur) þagað um tilvist þeirra. Þetta er
reyndar ennþá meira áberandi í tilviki höfunda sem flytja frá föðurlandinu
°g gerast alfarið rithöfundar á erlenda tungu (eru ekki tvítyngdir höfundar
þar sem þeir skrifa eingöngu á sínu nýja tungumáli). Slíkum höfundum er
nllajafna algerlega hafnað af föðurlandinu þegar að því kemur að skrifa
bókmenntasögu. Oftast er þó um að ræða höfunda sem velja sér ættlandið
að yrkisefni, líkt og Gunnar Gunnarsson skrifaði ætíð um ísland og íslend-
inga.