Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 135

Andvari - 01.01.1999, Síða 135
ANDVARI BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR 133 raunveruleiki“ felst á tilteknu tímaskeiði. En kannski má að miklu leyti út- skýra þann framandleika sem blasti við íslenskum lesendum í verkum Gunnars Gunnarssonar með því að höfundurinn var að skrifa „öðruvísi" en tíðkaðist í íslenskum bókmenntum á þessum tíma. Það sem kannski var í raun og veru að gerast þarna, þ.e.a.s. þegar Gunnar er að skrifa þau verk sín sem kennd hafa verið við tilvistarheimspeki, var það að hann var líkt og Halldór Laxness og nokkrir fleiri höfundar að brjóta hefðina, að innleiða nýjan frásagnarhátt inn í íslenskar bókmenntir.11 Hin tilvistarheimspekilegu verk Gunnars eru sprottin upp úr stríðshrjáðri Evrópu og þau rákust harkalega á þann þjóðernislega rómantíska hugsunarhátt sem ennþá var ríkjandi í íslenskum bókmenntum á fyrstu áratugum aldarinnar. Ekki er ólíklegt að þessar „fálátu og fjandsamlegu" viðtökur íslenskra bókmenntamanna við verkum Gunnars á öðrum tug aldarinnar hafi átt þátt í því að skapa hina eftirtektarverðu eyðu sem sjá má í þýðingarsögu verka Gunnars á árunum á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Árin 1922-1938 mynda sextán ára þagnartímabil - eyðu - í útgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar á íslandi. Fram að 1922 höfðu verk hans verið þýdd á ís- lensku stuttu eftir að þau komu út í Danmörku. Þessi eyða verður enn eft- irtektarverðari þegar haft er í huga að á þessu tímabili er Gunnar að skrifa mörg af sínum merkustu verkum, m.a. Fjallkirkjuna og Svartfugl, og er mjög mikils metinn höfundur í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Verk hans eru þýdd á önnur tungumál á tímabilinu, en ekki á íslensku. Einnig er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á hið íslenska bókmenntakerfi ef þýðingar á verkum Gunnars Gunnarssonar hefðu komið út á þessum tíma - ef til vill liti hin íslenska bókmenntasaga eitthvað öðruvísi út. III Eyða af því tagi sem hér er lýst að ofan kemur víða fram í bókmenntasög- um þegar um tvítyngda rithöfunda er að ræða, eða rithöfunda sem skrifa innan tveggja bókmenntakerfa. í stað þess að fjalla um sérstöðu slíkra höf- unda (og verka) er (þegar verst lætur) þagað um tilvist þeirra. Þetta er reyndar ennþá meira áberandi í tilviki höfunda sem flytja frá föðurlandinu °g gerast alfarið rithöfundar á erlenda tungu (eru ekki tvítyngdir höfundar þar sem þeir skrifa eingöngu á sínu nýja tungumáli). Slíkum höfundum er nllajafna algerlega hafnað af föðurlandinu þegar að því kemur að skrifa bókmenntasögu. Oftast er þó um að ræða höfunda sem velja sér ættlandið að yrkisefni, líkt og Gunnar Gunnarsson skrifaði ætíð um ísland og íslend- inga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.